Bestu viðskipti ársins: Icesave-samningarnir 29. desember 2010 06:00 Nýr Icesave-samningur var kynntur í Iðnó í byrjun desember. Auk Guðrúnar Þorleifsdóttur, stjórnarformanns Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, eru á myndinni fulltrúar íslensku samninganefndarinnar, þeir Einar Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson, Lee C. Buchheit og Guðmundur Árnason.Markaðurinn/Valli Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangsmikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. Það voru einmitt stærstu og þýðingarmestu samningarnir sem voru dómnefnd Markaðarins ofarlega í huga og flestir nefndu oftast. Sambærileg tilhögun var á vali á bestu viðskiptum ársins og við val á þeim einstaklingi sem þótti skara fram úr í viðskiptalífinu á árinu. Ekki var þó val um tvö eða fleiri viðskipti sem raðað var eftir vægi. 1. sæti: nýtt Icesave-samkomulagsamningurinn innsiglaður Már Guðmundsson seðlabankastjóri innsiglaði kaup á Avens-skuldabréfapakkanum í Lúxemborg í maí. Við undirritun skiptist hann á gjöfum við kollega sinn, Yves Mersch, bankastjóra Evrópska seðlabankans í Lúxemborg. mynd/Seðlabanki ÍslandsNýtt samkomulag í Icesave-deilunni flokkast til viðskipta ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Samkomulagið felur í sér að þeir fjármunir sem fást úr þrotabúi gamla Landsbankans muni ganga upp í greiðslur á láni frá Bretum og Hollendingum sem veitt var til að greiða þeim sem átt höfðu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveimur. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann.Miðað við forsendur samkomulagsins sem Icesave-samninganefndin kynnti í byrjun desember bera lánin frá Hollendingum 3,3 prósenta vexti en Bretum 3,0 prósenta vexti. Endurgreiðslur eiga að hefjast eftir áramót og stefnt á að þeim verði lokið í síðasta lagi árið 2046. Ýmsir fyrirvarar eru við samninginn, svo sem þeir að þak er á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 og miðast þær við fimm prósent af tekjum ríkisins á fyrra ári. Nemi eftirstöðvar höfuðstóls lánsins innan við 45 milljörðum króna árið 2016 greiðist þær innan tólf mánaða. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa muni nema 47 milljörðum króna.Til samanburðar báru lánin 5,5 prósenta vexti í þeim samningum sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars. Samkvæmt þeim áttu endurgreiðslur að hefjast árið 2016 og ljúka sex árum síðar með möguleika á framlengingu til 2030. Áætlaður kostnaður ríkisins nam 162 milljörðum króna.Dómnefndin virtist sammála um að ákvörðun þjóðarinnar að hafna samningunum sem kosið var um í mars hafi sparað þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir. 2. sæti: kaup á Avens-skuldabréfunumSeðlabanki Íslands samdi í maí um kaup á Avens-skuldabréfapakkanum svokallaða sem var í eigu Seðlabankans í Lúxemborg. Pakkinn var samansafn íslenskra íbúðabréfa og innstæða sem gamli Landsbankinn hafði tekið saman til að verða sér úti um lausafé þegar lánsfjármarkaðir voru að lokast.Skuldabréfapakkinn kostaði Seðlabankann 120 milljarða króna. Um afar mikilvæg kaup var að ræða enda jafngilti Avens-pakkinn fjórðungi af öllum krónueignum erlendra aðila, sem festar voru inni með handafli með innleiðingu gjaldeyrishafta fyrir rétt rúmum tveimur árum og koma áttu í veg fyrir að erlendir fjárfestar færu með fé sitt úr landi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið kaupsamninginn marka mikilvægasta áfanga fyrir Seðlabankann enda um að ræða fyrsta sambandið við erlendan seðlabanka eftir efnahagshrunið. Þá reiknaði hann með að gengi krónunnar myndi styrkjast hraðar í kjölfarið. Það gekk eftir samdægurs; gengið styrktist um 1,7 prósent og endaði í 217 stigum. Gengisvísitalan hefur nú rambað sitthvoru megin við 207 stigin um nokkurt skeið.Hvað sem því líður hafa kaupin dregið úr áhættu vegna erlendra krónueigna hér auk þess sem þau bættu stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Icesave Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangsmikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. Það voru einmitt stærstu og þýðingarmestu samningarnir sem voru dómnefnd Markaðarins ofarlega í huga og flestir nefndu oftast. Sambærileg tilhögun var á vali á bestu viðskiptum ársins og við val á þeim einstaklingi sem þótti skara fram úr í viðskiptalífinu á árinu. Ekki var þó val um tvö eða fleiri viðskipti sem raðað var eftir vægi. 1. sæti: nýtt Icesave-samkomulagsamningurinn innsiglaður Már Guðmundsson seðlabankastjóri innsiglaði kaup á Avens-skuldabréfapakkanum í Lúxemborg í maí. Við undirritun skiptist hann á gjöfum við kollega sinn, Yves Mersch, bankastjóra Evrópska seðlabankans í Lúxemborg. mynd/Seðlabanki ÍslandsNýtt samkomulag í Icesave-deilunni flokkast til viðskipta ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Samkomulagið felur í sér að þeir fjármunir sem fást úr þrotabúi gamla Landsbankans muni ganga upp í greiðslur á láni frá Bretum og Hollendingum sem veitt var til að greiða þeim sem átt höfðu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveimur. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann.Miðað við forsendur samkomulagsins sem Icesave-samninganefndin kynnti í byrjun desember bera lánin frá Hollendingum 3,3 prósenta vexti en Bretum 3,0 prósenta vexti. Endurgreiðslur eiga að hefjast eftir áramót og stefnt á að þeim verði lokið í síðasta lagi árið 2046. Ýmsir fyrirvarar eru við samninginn, svo sem þeir að þak er á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 og miðast þær við fimm prósent af tekjum ríkisins á fyrra ári. Nemi eftirstöðvar höfuðstóls lánsins innan við 45 milljörðum króna árið 2016 greiðist þær innan tólf mánaða. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa muni nema 47 milljörðum króna.Til samanburðar báru lánin 5,5 prósenta vexti í þeim samningum sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars. Samkvæmt þeim áttu endurgreiðslur að hefjast árið 2016 og ljúka sex árum síðar með möguleika á framlengingu til 2030. Áætlaður kostnaður ríkisins nam 162 milljörðum króna.Dómnefndin virtist sammála um að ákvörðun þjóðarinnar að hafna samningunum sem kosið var um í mars hafi sparað þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir. 2. sæti: kaup á Avens-skuldabréfunumSeðlabanki Íslands samdi í maí um kaup á Avens-skuldabréfapakkanum svokallaða sem var í eigu Seðlabankans í Lúxemborg. Pakkinn var samansafn íslenskra íbúðabréfa og innstæða sem gamli Landsbankinn hafði tekið saman til að verða sér úti um lausafé þegar lánsfjármarkaðir voru að lokast.Skuldabréfapakkinn kostaði Seðlabankann 120 milljarða króna. Um afar mikilvæg kaup var að ræða enda jafngilti Avens-pakkinn fjórðungi af öllum krónueignum erlendra aðila, sem festar voru inni með handafli með innleiðingu gjaldeyrishafta fyrir rétt rúmum tveimur árum og koma áttu í veg fyrir að erlendir fjárfestar færu með fé sitt úr landi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið kaupsamninginn marka mikilvægasta áfanga fyrir Seðlabankann enda um að ræða fyrsta sambandið við erlendan seðlabanka eftir efnahagshrunið. Þá reiknaði hann með að gengi krónunnar myndi styrkjast hraðar í kjölfarið. Það gekk eftir samdægurs; gengið styrktist um 1,7 prósent og endaði í 217 stigum. Gengisvísitalan hefur nú rambað sitthvoru megin við 207 stigin um nokkurt skeið.Hvað sem því líður hafa kaupin dregið úr áhættu vegna erlendra krónueigna hér auk þess sem þau bættu stöðu ríkissjóðs umtalsvert.
Icesave Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun