Gleymda skýrslan Jón Kaldal skrifar 26. janúar 2010 06:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða. Engrar skýrslu hefur verið beðið af viðlíka eftirvæntingu enda viðfangsefnið einhverjir dramatískustu atburðir Íslandssögunnar. Það er skynsamlegt hjá rannsóknarnefndinni að gefa sér þann tíma sem hún telur nauðsynlegan til að ljúka störfum sínum. Mikilvægi vinnu nefndarinnar verður ekki ofmetið. Þegar upp er staðið mun skýrslan örugglega verða mikilvægara uppgjör við fortíðina og fall fjármálalífsins en þeir dómar sem mögulega eiga eftir að falla í dómsölum landsins. Í því samhengi er gott að hafa bak við eyrað reynslu Svía. Í kjölfar sænsku bankakreppunnar fyrir tæpum tuttugu árum voru mörg hundruð einstaklingar rannsakaðir, en aðeins örfáir dæmdir til refsingar. Væntingarnar til skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru sem sagt á þá leið að hún feli í sér einlægt og opinskátt samviskuuppgjör við það sem fór úrskeiðis í þjóðlífinu í mjög víðu samhengi. Það er íhugunarefni af hverju fleiri álíka skýrslur hafa ekki verið settar saman á þrengri sviðum. Til dæmis væri upplýsandi að lesa úttekt Háskóla Íslands, höfuðvígi akademíunnar í landinu, á aðkomu skólans að fjármálalífinu og þátttöku fulltrúa hans í upplýstri umræðu um útrásina. Eins væri mjög áhugavert að sjá á prenti sjálfsskoðun stjórnmálaflokkanna sem voru við völd fram að hruninu. Nú vill reyndar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist einmitt í slíka innri rýni, ólíkt Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Skýrsla endurreisnarnefndar flokksins var lögð fram á Landsfundinum í fyrra, en um 200 flokksmenn tóku þátt í að setja hana saman. Því miður háttaði svo til að þessi gagnmerka skýrsla fékk ekki verðskuldaða athygli. Á meðan beðið er eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hægt að gera margt vitlausara en að rifja upp hvað í henni stendur, því skýrsluhöfundar stóðu við gefin fyrirheit um „heiðarlegt, málefnalegt og djarft framlag til umræðu og stefnumörkunar innan flokksins" eins og kemur fram meðal annars í eftirfarandi punktum. „Stjórnvöld og Seðlabankinn brugðust of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Stærstu mistök Seðlabankans voru að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu (fyrst og fremst Icesave). Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Það er óheppilegt að í bankastjórn SÍ hafa setið fyrrverandi valdamenn þjóðarinnar og stjórnmálamenn." Í þessum línum skýrslunnar og reyndar mörgum fleiri fólust vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að sýna meira þrek en aðrir flokkar við uppgjör við fortíðina, enda þurfti hann meira á því að halda. Sú reyndist þó ekki raunin þegar til kastanna kom. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun
Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða. Engrar skýrslu hefur verið beðið af viðlíka eftirvæntingu enda viðfangsefnið einhverjir dramatískustu atburðir Íslandssögunnar. Það er skynsamlegt hjá rannsóknarnefndinni að gefa sér þann tíma sem hún telur nauðsynlegan til að ljúka störfum sínum. Mikilvægi vinnu nefndarinnar verður ekki ofmetið. Þegar upp er staðið mun skýrslan örugglega verða mikilvægara uppgjör við fortíðina og fall fjármálalífsins en þeir dómar sem mögulega eiga eftir að falla í dómsölum landsins. Í því samhengi er gott að hafa bak við eyrað reynslu Svía. Í kjölfar sænsku bankakreppunnar fyrir tæpum tuttugu árum voru mörg hundruð einstaklingar rannsakaðir, en aðeins örfáir dæmdir til refsingar. Væntingarnar til skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru sem sagt á þá leið að hún feli í sér einlægt og opinskátt samviskuuppgjör við það sem fór úrskeiðis í þjóðlífinu í mjög víðu samhengi. Það er íhugunarefni af hverju fleiri álíka skýrslur hafa ekki verið settar saman á þrengri sviðum. Til dæmis væri upplýsandi að lesa úttekt Háskóla Íslands, höfuðvígi akademíunnar í landinu, á aðkomu skólans að fjármálalífinu og þátttöku fulltrúa hans í upplýstri umræðu um útrásina. Eins væri mjög áhugavert að sjá á prenti sjálfsskoðun stjórnmálaflokkanna sem voru við völd fram að hruninu. Nú vill reyndar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist einmitt í slíka innri rýni, ólíkt Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Skýrsla endurreisnarnefndar flokksins var lögð fram á Landsfundinum í fyrra, en um 200 flokksmenn tóku þátt í að setja hana saman. Því miður háttaði svo til að þessi gagnmerka skýrsla fékk ekki verðskuldaða athygli. Á meðan beðið er eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hægt að gera margt vitlausara en að rifja upp hvað í henni stendur, því skýrsluhöfundar stóðu við gefin fyrirheit um „heiðarlegt, málefnalegt og djarft framlag til umræðu og stefnumörkunar innan flokksins" eins og kemur fram meðal annars í eftirfarandi punktum. „Stjórnvöld og Seðlabankinn brugðust of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Stærstu mistök Seðlabankans voru að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu (fyrst og fremst Icesave). Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Það er óheppilegt að í bankastjórn SÍ hafa setið fyrrverandi valdamenn þjóðarinnar og stjórnmálamenn." Í þessum línum skýrslunnar og reyndar mörgum fleiri fólust vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að sýna meira þrek en aðrir flokkar við uppgjör við fortíðina, enda þurfti hann meira á því að halda. Sú reyndist þó ekki raunin þegar til kastanna kom.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun