Körfubolti

Allt í góðu hjá LeBron og Spoelstra - labbaði ekki viljandi á þjálfarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er órói í Miami eftir slaka byrjun Sólstrandargæjanna í Heat í NBA-deildinni. Sögusagnir um neikvæðni stórstjarnanna í garð þjálfarans, Erik Spoelstra, deyja ekki og dóu svo sannarlega ekki er hann hélt einkafund með LeBron James.

Þeir félagar ræddu saman í hálftíma inn á skrifstofu Spoelstra. Þjálfarinn vildi ekki játa að um krísufund væri að ræða.

"Eigum við ekki að kalla þetta heilbrigðan ágreining. Ég tel svona fundi góða fyrir liðið. Ef menn komast í gegnum slíkt þá styrkir það liðið og þjappar mönnum saman," sagði Spoelstra.

James vildi ekki viðurkenna að honum væri persónulega í nöp við þjálfarann og sagði allt í góðu þeirra á milli.

Mikið var gert úr því er James virtist keyra utan í Spoelstra er hann kallaði leikhlé í tapleiknum gegn Dallas. James sagði þá umræðu vera bull og neitaði því að hann hefði viljandi labbað utan í þjálfarann sinn.

"Ég tók ekkert eftir þessu og ekki heldur Spoelstra. Þetta var óviljandi snerting," sagði James en sjá má atvikið í myndbandinu hér að ofan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×