Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Valur Grettisson skrifar 11. desember 2010 11:57 Varnarmálastofnun Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins. Fréttir WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins.
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira