Hrunskýrslu aftur seinkað 25. janúar 2010 11:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira