Erlent

Stjörnustöð Evrópulanda (ESO)

Very Large Telescope (VLF) í Chile
Very Large Telescope (VLF) í Chile

European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims.

Höfuðstöðvar ESO eru í Garching nærri München í Þýskalandi. Einnig rekur ESO útibú í Santiago í Síle auk þriggja stjörnustöðva þar í landi. Í La Silla starfrækir ESO stjörnusjónauka sem skilað hefur mestum árangri í leit að reikistjörnum utan sólkerfisins. Í 2.600 metra hæð á Paranal-fjalli eru fjórir fullkomnustu stjörnusjónaukar heims, sem kallast Very Large Telescope (VLT).

VLT er röð fjögurra 8,2 metra breiðra sjónauka. Með einum þeirra hafa stjörnufræðingar náð myndum af fyrirbæri af birtustigi 30 með aðeins klukkustundar löngum lýsingartíma. Þetta fyrirbæri er fjórum milljörðum sinnum daufara en greina má með berum augum.

ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT, sem verður „stærsta auga jarðar“.

Árlega leggja aðildarríki ESO um 135 milljónir evra til starfseminnar. Þar starfa um 700 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×