Innlent

Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnir um útgáfu og skil á hrunskýrslu

Rannsóknarnefnd Alþingis. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Páll Hreinsson hæstaréttardómaris sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Sigríður Benediktsdóttir kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum.
Rannsóknarnefnd Alþingis. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Páll Hreinsson hæstaréttardómaris sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Sigríður Benediktsdóttir kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Mynd/Pjetur

Rannsóknarnefnd Alþingis boðar til fréttamannafundar í Alþingishúsinu klukkan 11 í dag en þar verður tilkynnt um útgáfu og skil á skýrslu nefndarinnar um efnahagshrunið.

Skýrslunni var frestað á síðasta ári og á að koma út að óbreytt í byrjun febrúar. Formaður rannsóknarnefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður.


Tengdar fréttir

Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×