Leikkonan Christina Hendricks féll fyrir fjólubláa kjólnum eftir Zac Posen sem hún klæddist á Emmy verðlaunahatíðinni.
Kjóllinn, sem fjölmiðlar vestan hafs fá ekki nóg af að lofa, stal senunni á hátíðinni sem haldin var síðustu helgi.
Christina, sem leikur Joan Holloway í sjónvarpsþáttaröðinni Mad Men sem var að mati margra sigurvegari kvöldsins en þættirnir hlutu verðlaun sem besta dramaserían og fyrir besta sjónvarpshandritið, svaraði þessu þegar hún spurð út í kjólinn:
„Ég fékk nokkra kjóla til að velja úr og féll fyrir þessum strax og sá hann. Ég hef beðið lengi eftir að fá að klæðast svona kjól og þá einmitt í þessum lit. Hann minnir mig á gamla Hollywood. Það eina sem þurfti að lagfæra voru axlirnar á honum og síddina. Eftir lagfæringarnar var hann fullkominn fyrir mig."
Skoða má kjólinn í meðfylgjandi myndasafni.