Nauðsynlegur aðskilnaður Sverrir Jakobsson skrifar 7. september 2010 06:00 Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki dægurmál sem tengist hegðun einstakra framámanna innan þjóðkirkjunnar í fortíð eða nútíð. Hann snýst ekki heldur um það álit sem þjóðkirkjan nýtur meðal almennings frá degi til dags. Þvert á móti er hér á ferð sígilt ágreiningsmál um grundvallaratriði; um ríkjandi viðhorf í samfélaginu til mannréttinda og félagafrelsis. Staða þjóðkirkjunnar í stjórnarkrá Íslands er mótsagnakennd. Í stjórnarskrá er að finna skýr ákvæði um félagafrelsi og bann við mismunun. Á hinn bóginn er þar einnig ákvæði (62. grein) um að ríkisvaldinu beri að styðja og vernda þjóðkirkjuna - hina evangelisku lútersku kirkju. Til að útrýma þessum mótsögnum eru tvær mögulegar leiðir. Önnur er sú að breyta ákvæðum um félagafrelsi í ýmsum mannréttindaköflum. Sú leið er þó varla raunhæfur kostur, m.a. þar sem hún stangast á við ýmsa alþjóðlega sáttmála um mannréttindi sem Íslendingar eru aðilar að. Hin leiðin er að breyta 62. grein stjórnarskrárinnar með lögum - eins og tekið er fram í stjórnarskrá að megi gera. Eitt af verkefnum stjórnlagaþingsins sem haldið verður 2011 er að taka á þessu ósamræmi. Félagafrelsi barnaEkki þarf þó lagabreytingu til að taka á öllum þeim brestum í umhverfi þjóðkirkjunnar sem eru á skjön við rétt til félagafrelsis. Sá mesti og alvarlegasti er sjálfvirk skráning ungbarna í þjóðkirkjuna og önnur trúfélög sem fer fram á vegum þjóðskrár. Ekki verður séð að þessi skráning á ófullveðja börnum í félög standist stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi og ekki er hægt að leiða hana sjálfkrafa af 62. grein. Í lögum um þjóðskrá er kveðið á um að prestar og forstöðumenn annarra trúfélaga eigi að senda þjóðskrá upplýsingar um skírnir, hjónavígslur og fleira. Í því felst ekki að þjóðskrá eigi að skrá fólk í trúfélög. Í lögum um skráð trúfélög segir hins vegar að þeir sem eru orðnir 16 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða úrsögn úr trúfélagi, en „barn skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess" og „það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi". Það er ekki fyrr en barn nær 12 ára aldri að samkvæmt lögum „skal leita álits þess um slíka ákvörðun". Skylduaðild barna að þjóðkirkjunni rímar illa við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi (74. grein) sem og ákvæði 64. greinar um að öllum eigi að vera frjálst að standa utan trúfélaga. Þessu mætti breyta með því að kveða á um það í lögum um þjóðskrá að ekki eigi að skrá einstaklinga undir 16 ára aldri í trúfélög. Annars mun áfram ríkja vafi á því hvort lög um skráð trúfélög standist stjórnarskrá. Trúboð í skólumAnnað hlutverk sem þjóðkirkjan hefur tekið að sér undanfarin ár án þess að leiði sérstaklega af stöðu hennar eins og hún er skilgreind í stjórnarskránni er trúboð presta í leikskólum og grunnskólum. Ekki er kveðið á um þetta í lögum um grunnskóla eða námskrá grunnskóla. Þar er hins vegar kveðið á um fræðslu í kristinfræði og trúarbragðafræðum á vegum grunnskólanna sjálfra. Heimsóknir presta í grunnskóla og leikskóla sem hluti af opinberu starfi þeirra eru því mismunun gagnvart öðrum trúfélögum og gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga. Ekki er um almenna fræðslu að ræða, enda væri hún þá á ábyrgð grunnskóla. Þvert á móti felst innræting í þess konar trúboði og því eðlilegt að mörgum finnist að það eigi ekki að eiga sér stað innan veggja skólanna. Því ætti að taka fyrir slíkan áróður og það er hægt að gera án lagabreytinga af nokkru tagi. Að burðast með fyrirbæri eins og þjóðkirkju í fjölhyggjusamfélagi er þversagnakennt. Trúarafstaða er lífsskoðun og því er lögvarin ríkistrú ekkert rökréttari heldur en ef einn stjórnmálaflokkur nyti sérstakrar lögverndar. Á meðan slíkt fyrirkomulag er fyrir hendi í lögum er rík ástæða til að tryggja að það sé skilgreint og skilið með sem þrengstum hætti. Það hefur ekki verið gert í lögum um skráð trúfélög eða í skólastarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki dægurmál sem tengist hegðun einstakra framámanna innan þjóðkirkjunnar í fortíð eða nútíð. Hann snýst ekki heldur um það álit sem þjóðkirkjan nýtur meðal almennings frá degi til dags. Þvert á móti er hér á ferð sígilt ágreiningsmál um grundvallaratriði; um ríkjandi viðhorf í samfélaginu til mannréttinda og félagafrelsis. Staða þjóðkirkjunnar í stjórnarkrá Íslands er mótsagnakennd. Í stjórnarskrá er að finna skýr ákvæði um félagafrelsi og bann við mismunun. Á hinn bóginn er þar einnig ákvæði (62. grein) um að ríkisvaldinu beri að styðja og vernda þjóðkirkjuna - hina evangelisku lútersku kirkju. Til að útrýma þessum mótsögnum eru tvær mögulegar leiðir. Önnur er sú að breyta ákvæðum um félagafrelsi í ýmsum mannréttindaköflum. Sú leið er þó varla raunhæfur kostur, m.a. þar sem hún stangast á við ýmsa alþjóðlega sáttmála um mannréttindi sem Íslendingar eru aðilar að. Hin leiðin er að breyta 62. grein stjórnarskrárinnar með lögum - eins og tekið er fram í stjórnarskrá að megi gera. Eitt af verkefnum stjórnlagaþingsins sem haldið verður 2011 er að taka á þessu ósamræmi. Félagafrelsi barnaEkki þarf þó lagabreytingu til að taka á öllum þeim brestum í umhverfi þjóðkirkjunnar sem eru á skjön við rétt til félagafrelsis. Sá mesti og alvarlegasti er sjálfvirk skráning ungbarna í þjóðkirkjuna og önnur trúfélög sem fer fram á vegum þjóðskrár. Ekki verður séð að þessi skráning á ófullveðja börnum í félög standist stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi og ekki er hægt að leiða hana sjálfkrafa af 62. grein. Í lögum um þjóðskrá er kveðið á um að prestar og forstöðumenn annarra trúfélaga eigi að senda þjóðskrá upplýsingar um skírnir, hjónavígslur og fleira. Í því felst ekki að þjóðskrá eigi að skrá fólk í trúfélög. Í lögum um skráð trúfélög segir hins vegar að þeir sem eru orðnir 16 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða úrsögn úr trúfélagi, en „barn skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess" og „það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi". Það er ekki fyrr en barn nær 12 ára aldri að samkvæmt lögum „skal leita álits þess um slíka ákvörðun". Skylduaðild barna að þjóðkirkjunni rímar illa við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi (74. grein) sem og ákvæði 64. greinar um að öllum eigi að vera frjálst að standa utan trúfélaga. Þessu mætti breyta með því að kveða á um það í lögum um þjóðskrá að ekki eigi að skrá einstaklinga undir 16 ára aldri í trúfélög. Annars mun áfram ríkja vafi á því hvort lög um skráð trúfélög standist stjórnarskrá. Trúboð í skólumAnnað hlutverk sem þjóðkirkjan hefur tekið að sér undanfarin ár án þess að leiði sérstaklega af stöðu hennar eins og hún er skilgreind í stjórnarskránni er trúboð presta í leikskólum og grunnskólum. Ekki er kveðið á um þetta í lögum um grunnskóla eða námskrá grunnskóla. Þar er hins vegar kveðið á um fræðslu í kristinfræði og trúarbragðafræðum á vegum grunnskólanna sjálfra. Heimsóknir presta í grunnskóla og leikskóla sem hluti af opinberu starfi þeirra eru því mismunun gagnvart öðrum trúfélögum og gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga. Ekki er um almenna fræðslu að ræða, enda væri hún þá á ábyrgð grunnskóla. Þvert á móti felst innræting í þess konar trúboði og því eðlilegt að mörgum finnist að það eigi ekki að eiga sér stað innan veggja skólanna. Því ætti að taka fyrir slíkan áróður og það er hægt að gera án lagabreytinga af nokkru tagi. Að burðast með fyrirbæri eins og þjóðkirkju í fjölhyggjusamfélagi er þversagnakennt. Trúarafstaða er lífsskoðun og því er lögvarin ríkistrú ekkert rökréttari heldur en ef einn stjórnmálaflokkur nyti sérstakrar lögverndar. Á meðan slíkt fyrirkomulag er fyrir hendi í lögum er rík ástæða til að tryggja að það sé skilgreint og skilið með sem þrengstum hætti. Það hefur ekki verið gert í lögum um skráð trúfélög eða í skólastarfi kirkjunnar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun