Körfubolti

Datt um æfingatöskuna sína og handarbrotnaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Boozer vann Ólympíugull með bandaríska landsliðinu í Peking 2008.
Carlos Boozer vann Ólympíugull með bandaríska landsliðinu í Peking 2008. Mynd/Nordic Photos/Getty
NBA-leikmaðurinn Carlos Boozer spilar ekki tvo fyrstu mánuði tímabilsins með Chicago Bulls vegna handarbrots eins og hefur komið fram á Vísi. Það vita kannski færri hvernig þessi nýi stjörnuleikmaður Bulls, sem fær níu milljarða íslenska króna útborgað næstu fimm árin, fór að því að meiða sig.

„Þetta gerðist um 5.30 til 6 um nóttina," útskýrði Carlos Boozer. „Dyrabjallan mín hringdi, það var myrkir og ég datt um tösku á gólfinu. Ég setti fyrir mig hendina þegar ég datt. Ég stökk strax upp aftur og opnaði hurðina en hendin var þá orðin dofin," sagði Carlos Boozer sem var þó ekki tilbúinn að segja frá hver var að hringja hjá honum bjöllunni um miðja nótt.

„Þetta reyndist síðan vera æfingataskan mín sem var þarna á gólfinu. Ég hafði ekki haft tíma til að taka upp úr henni og sá hana ekki þegar ég hljóp fyrir hornið," sagði Carlos Boozer sem byrjar ekki ferillinn vel í Chicago.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×