Prófessor: Nokkur Evrópuríki í hættu á íslensku hruni 15. nóvember 2010 08:24 Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði. Löndin sem hér um ræðir eru Írland, Grikkland, Spánn, Portúgal og Ítalía. Þetta kemur fram í viðtali við Rogoff á vefsíðunni di.se. „Við horfum fram á bráðnun á hægum hraða," segir Rogoff. Sem kunnugt er af fréttum hefur ESB þrýst á Íra að taka tilboði sambandsins um neyðaraðstoð. BBC segir að samningsviðræður um slíkt séu þegar hafnar. Þá greinir börsen.dk frá því að seinna í dag muni Grikkir sennilega lenda í skuldaáfalli þegar uppfærðar tölur um fjárlagahalla landsins árið 2009 verða gerðar opinberar. Flestir telja að tölurnar sýni muni verri stöðu en þær sem grísk stjórnvöld hafa þegar gefið út. Rogoff segir að það séu ekki bara Írar sem þurfi neyðaraðstoð. Að öllum líkindum muni Spánn, Portúgal og Rúmenía einnig þurfa á slíkri aðstoð að halda. „Næsta stigið í þessari þróun verður að við sjáum fleiri lönd leita til AGS og ESB um aðstoð við skuldavanda sinn," segir Rogoff. Fram kemur á vefsíðunni að líklega hafi neyðaraðstoðin við Grikkland síðasta vetur verið upphafið að slæmri keðjuverkun fyrir evrópskar fjárfestingar. Ástandið á Írlandi sé svo neistinn sem gæti kveikt á niðursveiflu í öllu evrópska hagkerfinu. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði. Löndin sem hér um ræðir eru Írland, Grikkland, Spánn, Portúgal og Ítalía. Þetta kemur fram í viðtali við Rogoff á vefsíðunni di.se. „Við horfum fram á bráðnun á hægum hraða," segir Rogoff. Sem kunnugt er af fréttum hefur ESB þrýst á Íra að taka tilboði sambandsins um neyðaraðstoð. BBC segir að samningsviðræður um slíkt séu þegar hafnar. Þá greinir börsen.dk frá því að seinna í dag muni Grikkir sennilega lenda í skuldaáfalli þegar uppfærðar tölur um fjárlagahalla landsins árið 2009 verða gerðar opinberar. Flestir telja að tölurnar sýni muni verri stöðu en þær sem grísk stjórnvöld hafa þegar gefið út. Rogoff segir að það séu ekki bara Írar sem þurfi neyðaraðstoð. Að öllum líkindum muni Spánn, Portúgal og Rúmenía einnig þurfa á slíkri aðstoð að halda. „Næsta stigið í þessari þróun verður að við sjáum fleiri lönd leita til AGS og ESB um aðstoð við skuldavanda sinn," segir Rogoff. Fram kemur á vefsíðunni að líklega hafi neyðaraðstoðin við Grikkland síðasta vetur verið upphafið að slæmri keðjuverkun fyrir evrópskar fjárfestingar. Ástandið á Írlandi sé svo neistinn sem gæti kveikt á niðursveiflu í öllu evrópska hagkerfinu.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira