Ríkisstjórn þjappar liðinu saman Pétur Gunnarsson skrifar 3. september 2010 07:15 Sú ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við völdum í gær er kannski fyrsta réttnefnda vinstristjórnin hér á landi. Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu var sem kunnugt er minnihlutastjórn, sem studdist við hlutleysi Framsóknarflokksins. Í öðru ráðuneyti hennar sátu utanþingsráðherrarnir tveir, Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon, sem höfðu ekki pólitískan bakgrunn. Þau létu af embætti í gær og hafa yfirleitt fengið lofsamlegan vitnisburð um stuttan ráðherraferil. Ríkisstjórnin sem varð til á Bessastöðum er hins vegar hefðbundin meirihlutastjórn. Í henni sitja tíu stjórnmálamenn, þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna. Erfiður línudans bíður Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að halda utan um störf ríkisstjórnarinnar og ná fram málum. Ljóst er að um skeið hefur erfitt samstarf innan þingflokks VG staðið samstarfinu fyrir þrifum. Breyttri ráðherraskipan er ætlað að þjappa liðinu saman. Ögmundur Jónasson er að margra mati oddviti þriðja aflsins sem stendur að ríkisstjórninni. Það kemur nú í hlut Ögmundar að búa til nýtt innanríkisráðuneyti úr dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu hins vegar. Hér skal það staðhæft að fyrir fáum árum hefði þótt óhugsandi í íslenskum stjórnmálum að svo róttækur vinstri maður sem Ögmundur Jónasson gæti orðið ráðherra dómsmála og þjóðkirkju á Íslandi. Þetta er til marks um jákvæða þróun sem er að verða í samfélaginu fyrir tilverknað núverandi ríkisstjórnarmeirihluta. En það er ekki mikil pólitík dirfska sem einkennir þá yfirlýsingu um stöðu efnahagsmála sem formenn stjórnarflokkanna tveggja gáfu í gær í tilefni af breytingum á ríkisstjórninni. Á þeirri yfirlýsingu er að skilja að ástand mála sé nú harla gott í meginatriðum: „Gengið styrkist jafnt og þétt og hefur ekki verið hærra skráð í eitt og hálft ár. Forsvarsmenn SA, ASÍ, Seðlabanka, AGS ofl. hafa lýst því yfir að kreppunni sé lokið og bjartsýni fer vaxandi í samfélaginu." Þarna er sleginn tónn sem er býsna ólíkur því sem sést og heyrist í fréttatímum fjölmiðla þar sem kyrrstaða í atvinnulífi, greiðsluvandi, gjaldskrárhækkanir opinberra aðila, yfirvofandi skattahækkanir og niðurskurður eru jafnan ofarlega á baugi. Í yfirlýsingunni er líka lítil áhersla lögð á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Þau mál hafa verið yfir og allt um kring í þjóðfélagsumræðunni frá hruninu haustið 2008. Á lista yfir tuttugu helstu áherslumál ríkisstjórnarflokkanna næstu mánuði er aðeins vikið að skuldum heimila og fyrirtækja á einum stað og þá með þessum orðum: „Eyða óvissu um lánamál fyrirtækja og einstaklinga, efla upplýsingaöflun, kynna úrræði og stórefla embætti Umboðsmanns skuldara." Fróðlegt verður að fylgjast með pólitískum viðbrögðum við nálgun tveggja helstu foringja ríkisstjórnarinnar á þetta málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pétur Gunnarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Sú ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við völdum í gær er kannski fyrsta réttnefnda vinstristjórnin hér á landi. Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu var sem kunnugt er minnihlutastjórn, sem studdist við hlutleysi Framsóknarflokksins. Í öðru ráðuneyti hennar sátu utanþingsráðherrarnir tveir, Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon, sem höfðu ekki pólitískan bakgrunn. Þau létu af embætti í gær og hafa yfirleitt fengið lofsamlegan vitnisburð um stuttan ráðherraferil. Ríkisstjórnin sem varð til á Bessastöðum er hins vegar hefðbundin meirihlutastjórn. Í henni sitja tíu stjórnmálamenn, þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna. Erfiður línudans bíður Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að halda utan um störf ríkisstjórnarinnar og ná fram málum. Ljóst er að um skeið hefur erfitt samstarf innan þingflokks VG staðið samstarfinu fyrir þrifum. Breyttri ráðherraskipan er ætlað að þjappa liðinu saman. Ögmundur Jónasson er að margra mati oddviti þriðja aflsins sem stendur að ríkisstjórninni. Það kemur nú í hlut Ögmundar að búa til nýtt innanríkisráðuneyti úr dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu hins vegar. Hér skal það staðhæft að fyrir fáum árum hefði þótt óhugsandi í íslenskum stjórnmálum að svo róttækur vinstri maður sem Ögmundur Jónasson gæti orðið ráðherra dómsmála og þjóðkirkju á Íslandi. Þetta er til marks um jákvæða þróun sem er að verða í samfélaginu fyrir tilverknað núverandi ríkisstjórnarmeirihluta. En það er ekki mikil pólitík dirfska sem einkennir þá yfirlýsingu um stöðu efnahagsmála sem formenn stjórnarflokkanna tveggja gáfu í gær í tilefni af breytingum á ríkisstjórninni. Á þeirri yfirlýsingu er að skilja að ástand mála sé nú harla gott í meginatriðum: „Gengið styrkist jafnt og þétt og hefur ekki verið hærra skráð í eitt og hálft ár. Forsvarsmenn SA, ASÍ, Seðlabanka, AGS ofl. hafa lýst því yfir að kreppunni sé lokið og bjartsýni fer vaxandi í samfélaginu." Þarna er sleginn tónn sem er býsna ólíkur því sem sést og heyrist í fréttatímum fjölmiðla þar sem kyrrstaða í atvinnulífi, greiðsluvandi, gjaldskrárhækkanir opinberra aðila, yfirvofandi skattahækkanir og niðurskurður eru jafnan ofarlega á baugi. Í yfirlýsingunni er líka lítil áhersla lögð á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Þau mál hafa verið yfir og allt um kring í þjóðfélagsumræðunni frá hruninu haustið 2008. Á lista yfir tuttugu helstu áherslumál ríkisstjórnarflokkanna næstu mánuði er aðeins vikið að skuldum heimila og fyrirtækja á einum stað og þá með þessum orðum: „Eyða óvissu um lánamál fyrirtækja og einstaklinga, efla upplýsingaöflun, kynna úrræði og stórefla embætti Umboðsmanns skuldara." Fróðlegt verður að fylgjast með pólitískum viðbrögðum við nálgun tveggja helstu foringja ríkisstjórnarinnar á þetta málefni.