Aðalgæinn Berlusconi 26. apríl 2010 00:01 Videocracy er kostuleg og að mörgu leyti áhugaverð heimildarmynd þar sem reynt er að útskýra hvað fær Ítali til að kjósa Berlusconi aftur og aftur. Kvikmyndir *** Videocracy Heimildarmynd eftir Erik Gandini Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins Spillingarspaðinn og glaumgosinn Silvio Berlusconi situr sprellfjörugur á stóli forsætisráðherra Ítalíu og hefur vermt það sæti manna lengst. Samt dregur hann á eftir sér langan hala spillingarmála sem ná eiginlega yfir alla helstu lesti og bresti sem mannkynið burðast með. Þessi aðalgæi á Ítalíu er því óneitanlega áhugavert eintak og að ósekju hefði þessi heimildarmynd mátt hafa hann og valdabrölt hans í forgrunni en höfundinum er svo mikið í mun að reyna að útskýra fyrir okkur, sem þekkjum ekki þjóðarsál Ítala gjörla, hvers vegna í ósköpunum ekkert fær haggað Berlusconi. Auðvitað má ekki gleyma því að Silvio er ekki bara forsætisráðherra heldur fjölmiðlakóngur og í byrjun myndarinnar fáum við að vita að hann byggði sjónvarpsveldi sitt í upphafi á lágkúrulegum spurningaþáttum sem gerðu fyrst og fremst út á nekt kvenna. Mann langar auðvitað strax að kynnast Silvio betur en í stað þess að velta okkur upp úr ljótum sögum af Berlusconi kýs Gandini að reyna að útskýra fyrir okkur hvaða grunnveila veldur því að þjóð hans kallar manninn ítrekað yfir sig með bros á vör. Sú staðreynd er auðvitað svo galin að meira að segja Íslendingar sem mæta heiladauðir í kjörklefana á fjögurra ára fresti og kjósa yfir sig ýmist sturlað lið eða ónothæf gauð telja sig þess umkomna að hlæja að Ítölum. Í nálgun Gandini sannast svo það fornkveðna að vel má meta menn út frá vinum þeirra og þeir kunningjar Berlusconis sem hér eru kynntir til leiks eru vægast sagt ömurlegir en alveg hreint dásamlegar persónur í kvikmynd. Þannig að þótt fókus myndarinnar fari í allar áttir og enginn punktur sé hamraður alla leið þá er vel þess virði að fá að kynnast leppalúðunum í hirð Silvios. Meginniðurstaða myndarinnar er sú að sá sem stjórnar sjónvarpinu ræður og þess vegna er Berlusconi aðalkallinn, enda er ekki hægt að segja annað en jarðvegurinn sem hann sprettur upp úr sé honum hollur þar sem Ítalía er númer 77 á heimslista yfir frelsi fjölmiðla, númer 84 á heimslista yfir jafnrétti kynjanna og 80% þjóðarinnar nota sjónvarp sem sína helstu upplýsingaveitu. Allir Íslendingar hafa gott af því að horfa á þessa mynd en í guðanna bænum, lítið ykkur nær áður en þið farið að hlæja að Ítölunum fyrir það hvað þeir eru ógeðslega vitlausir. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Kostuleg og að mörgu leyti áhugaverð heimildarmynd þar sem reynt er að útskýra hvað fær Ítali til að kjósa Berlusconi aftur og aftur. Óskýr fókus truflar en breytir því ekki að efniviðurinn er bæði dásamlegur og sorglegur. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir *** Videocracy Heimildarmynd eftir Erik Gandini Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins Spillingarspaðinn og glaumgosinn Silvio Berlusconi situr sprellfjörugur á stóli forsætisráðherra Ítalíu og hefur vermt það sæti manna lengst. Samt dregur hann á eftir sér langan hala spillingarmála sem ná eiginlega yfir alla helstu lesti og bresti sem mannkynið burðast með. Þessi aðalgæi á Ítalíu er því óneitanlega áhugavert eintak og að ósekju hefði þessi heimildarmynd mátt hafa hann og valdabrölt hans í forgrunni en höfundinum er svo mikið í mun að reyna að útskýra fyrir okkur, sem þekkjum ekki þjóðarsál Ítala gjörla, hvers vegna í ósköpunum ekkert fær haggað Berlusconi. Auðvitað má ekki gleyma því að Silvio er ekki bara forsætisráðherra heldur fjölmiðlakóngur og í byrjun myndarinnar fáum við að vita að hann byggði sjónvarpsveldi sitt í upphafi á lágkúrulegum spurningaþáttum sem gerðu fyrst og fremst út á nekt kvenna. Mann langar auðvitað strax að kynnast Silvio betur en í stað þess að velta okkur upp úr ljótum sögum af Berlusconi kýs Gandini að reyna að útskýra fyrir okkur hvaða grunnveila veldur því að þjóð hans kallar manninn ítrekað yfir sig með bros á vör. Sú staðreynd er auðvitað svo galin að meira að segja Íslendingar sem mæta heiladauðir í kjörklefana á fjögurra ára fresti og kjósa yfir sig ýmist sturlað lið eða ónothæf gauð telja sig þess umkomna að hlæja að Ítölum. Í nálgun Gandini sannast svo það fornkveðna að vel má meta menn út frá vinum þeirra og þeir kunningjar Berlusconis sem hér eru kynntir til leiks eru vægast sagt ömurlegir en alveg hreint dásamlegar persónur í kvikmynd. Þannig að þótt fókus myndarinnar fari í allar áttir og enginn punktur sé hamraður alla leið þá er vel þess virði að fá að kynnast leppalúðunum í hirð Silvios. Meginniðurstaða myndarinnar er sú að sá sem stjórnar sjónvarpinu ræður og þess vegna er Berlusconi aðalkallinn, enda er ekki hægt að segja annað en jarðvegurinn sem hann sprettur upp úr sé honum hollur þar sem Ítalía er númer 77 á heimslista yfir frelsi fjölmiðla, númer 84 á heimslista yfir jafnrétti kynjanna og 80% þjóðarinnar nota sjónvarp sem sína helstu upplýsingaveitu. Allir Íslendingar hafa gott af því að horfa á þessa mynd en í guðanna bænum, lítið ykkur nær áður en þið farið að hlæja að Ítölunum fyrir það hvað þeir eru ógeðslega vitlausir. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Kostuleg og að mörgu leyti áhugaverð heimildarmynd þar sem reynt er að útskýra hvað fær Ítali til að kjósa Berlusconi aftur og aftur. Óskýr fókus truflar en breytir því ekki að efniviðurinn er bæði dásamlegur og sorglegur.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira