Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Þorbjörn Þórðarson. skrifar 8. september 2010 16:37 Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. Eignarhald Björgólfs Thors Björgólfssonar á Landsbankanum var nokkuð flókið. Björgólfur Thor átti sjálfur félagið Valhamar Group Ltd, en eignarhlutur hans var 100 prósent. Valhamar Group átti síðan 95 prósenta hlut í Givenshire Equities sem skráð var á Kýpur og reikningur viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg (e. customer account) átti 5 prósenta hlut. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, hefur nú upplýst, í fyrsta sinn í viðtali við DV, að þessi 5 prósent voru í eigu samstarfsmanna Björgólfs hjá Novator, en ekki fæst gefið upp hvaða starfsmenn þetta voru. Þessi vitneskja hefur ekki legið fyrir til þessa og kemur t.d ekki fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, því hingað til hefur aldrei verið gefið upp hverjir áttu 5 prósentin. Givenshire á Kýpur átti síðan 100 prósenta hlut í félagi með sama nafn sem skráð var í Lúxemborg. Það félag átti síðan 49,95 prósenta hlut í Samson eignarhaldsfélagi ehf. sem átti síðan 42 prósenta hlut í Landsbankanum. Með því að stilla eignarhaldinu svona upp varð hlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum undir 20 prósentum, var í raun 19,98 prósent.Landsbankinn þurfti ekki að gefa upp lánveitingar Afleiðingar af þessu voru nokkuð merkilegar. Því með því að vera með eignarhlut undir 20 prósentum var Björgólfur Thor ekki skráður sem tengdur aðili Landsbankans í skilningi reikningsskilastaðalsins IAS 24, en sama prósenta er í 18. gr laga um fjármálafyrirtæki. Landsbankinn þurfti því ekki að gefa upp lánveitingar til hans, eins og gildir um tengda aðila. Hefði 5 prósenta hluturinn sem var í eigu náinna samstarfsmanna verið í eigu Björgólfs sjálfs hefði hann farið yfir 20 prósentin. Þegar aðili á beint eða óbeint 20 prósent er hann talinn hafa veruleg áhrif á viðkomandi fyrirtæki og því beri að líta á það sem tengdan aðila við hann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er það matskennt hverju sinni hvort hægt er að samsama starfsmenn við eigendur hlutafélags. Það velti t.d á fjárhagslegum tengslum þeirra innbyrðis, en Björgólfur Thor vill ekki gefa upp nöfn þeirra starfsmanna Novators sem áttu 5 prósentin. Sérfræðingar í félaga- og kauphallarrétti sem fréttastofa ræddi við, sem þó vilja ekki koma fram undir nafni, segja að það hafi ekki verið eðlileg vinnubrögð að flokka Björgólf Thor ekki sem tengdan aðila Landsbankanum. Þá geti náin tengsl verið til staðar þótt eignarhald viðkomandi fari ekki upp fyrir 20 prósent. Ekki flokkaður tengdur aðili í skuldabréfaútboði í BandaríkjunumHægt er að setja þetta í samhengi við skuldabréfaútboð sem Landsbankinn réðst í í Bandaríkjunum árið 2006, en þá fékk bankinn á jafnvirði þess tíma 158 milljarða króna lán í Bandaríkjunum, en lántakan var í umsjón Bank of America, Citigroup og Deutsche Bank. Í þessu skuldabréfaútboði þurfti Landsbankinn ekki að gefa upp lánveitingar til Björgólfs Thors þar sem hann var ekki tengdur aðili. Í útboðsgögnum Landsbankans var talað um 10 milljarða króna skuldbindingar til venslaðra aðila. Í þessu samhengi má rifja upp að þrotabú Glitnis hefur farið í mál við Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélaga hans í Bandaríkjunum m.a á þessari forsendu, að ekki hafi verið gefin réttilega upp lán Glitnis til tengdra aðila í skuldabréfaútboði sem ráðist var í þar og þannig hafi kaupendum verið veittar villandi upplýsingar. Þrotabú Landsbankans hefur hins vegar ekki höfðað slíkt mál gegn Björgólfi Thor. Til skýringar má rifja má upp það sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en lánveitingar Landsbankans til Björgólfs Thors og tengdra félaga námu á einum tímapunkti 50 prósentum af eigin fé Landsbankans og nálguðust 150 milljarða króna, samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að um meiriháttar brot hafi verið að ræða á 30. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Í skýrslunni segir jafnframt að brot bankans hafi verið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að lántakinn var annar af aðaleigendum hans. Starfsmenn Landsbankans vissu ekki hver átti hlutinnNánustu samstarfsmenn Björgólfs Thors hjá Novator í gegnum tíðina hafa verið menn eins og Birgir Már Ragnarsson, lögmaður, Andri Sveinsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum, Tómas Ottó Hansson, sem var framkvæmdastjóri hjá Novator. Þá hafa sumir komið og farið, eins og Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur sem nú freistar þess að kaupa tryggingafélagið Sjóvá með fulltingi annarra fjárfesta. Orri Hauksson, nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var einnig náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors hjá Novator. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, vill ekki svara því hvaða starfsmenn það voru sem áttu 5 prósenta hlutinn. Það hafi verið breytilegt því starfsmenn hafi komið og farið hjá Novator. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði hún: „Það tíðkaðist víða og tíðkast enn að starfsmenn eigi smærri hluti í félögum. Að sjálfsögðu var eignarhlutur starfsmanna í Givenshire tilkynntur til FME á sínum tíma og það hlýtur þú að geta fengið staðfest hjá eftirlitinu, teljir þú einhverja ástæðu til að fjalla um það. Þarna var aldrei um neinn „leynihlut" að ræða." Fréttastofa náði ekki í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra FME í dag, til að fá upplýsingar um hvort þessi vitneskja hafi legið fyrir hjá eftirlitinu. Þess ber að geta að 5 prósenta hluturinn í Givenshire Equities á Kýpur var skráður hjá Landsbankanum sem eign reiknings bankans í Lúxemborg (customer account). Starfsmenn Landsbankans höfðu semsagt ekki upplýsingar um að eignarhaldið væri annað, þ.e að um hafi verið að ræða eign starfsmanna Novators, en fréttastofa hefur undir höndum yfirlit frá starfsmanni Landsbankans um eignarhaldið á félaginu, eins og það var skráð hjá bankanum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum. 1. september 2010 18:30 Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. 22. júlí 2010 18:30 Deutsche Bank tilkynnti ESB um yfirtökuna á Actavis Actavis samheitalyfjafyrirtækið lýtur fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Björgólfur Thor taldi fyrir réttu ári að Actavis væri yfirskuldsett og gæti ekki geta staðið undir greiðslum á lánum. Þá taldi hann eigið fé uppurið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum. 6. september 2010 19:00 Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað. 2. september 2010 18:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. Eignarhald Björgólfs Thors Björgólfssonar á Landsbankanum var nokkuð flókið. Björgólfur Thor átti sjálfur félagið Valhamar Group Ltd, en eignarhlutur hans var 100 prósent. Valhamar Group átti síðan 95 prósenta hlut í Givenshire Equities sem skráð var á Kýpur og reikningur viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg (e. customer account) átti 5 prósenta hlut. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, hefur nú upplýst, í fyrsta sinn í viðtali við DV, að þessi 5 prósent voru í eigu samstarfsmanna Björgólfs hjá Novator, en ekki fæst gefið upp hvaða starfsmenn þetta voru. Þessi vitneskja hefur ekki legið fyrir til þessa og kemur t.d ekki fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, því hingað til hefur aldrei verið gefið upp hverjir áttu 5 prósentin. Givenshire á Kýpur átti síðan 100 prósenta hlut í félagi með sama nafn sem skráð var í Lúxemborg. Það félag átti síðan 49,95 prósenta hlut í Samson eignarhaldsfélagi ehf. sem átti síðan 42 prósenta hlut í Landsbankanum. Með því að stilla eignarhaldinu svona upp varð hlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum undir 20 prósentum, var í raun 19,98 prósent.Landsbankinn þurfti ekki að gefa upp lánveitingar Afleiðingar af þessu voru nokkuð merkilegar. Því með því að vera með eignarhlut undir 20 prósentum var Björgólfur Thor ekki skráður sem tengdur aðili Landsbankans í skilningi reikningsskilastaðalsins IAS 24, en sama prósenta er í 18. gr laga um fjármálafyrirtæki. Landsbankinn þurfti því ekki að gefa upp lánveitingar til hans, eins og gildir um tengda aðila. Hefði 5 prósenta hluturinn sem var í eigu náinna samstarfsmanna verið í eigu Björgólfs sjálfs hefði hann farið yfir 20 prósentin. Þegar aðili á beint eða óbeint 20 prósent er hann talinn hafa veruleg áhrif á viðkomandi fyrirtæki og því beri að líta á það sem tengdan aðila við hann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er það matskennt hverju sinni hvort hægt er að samsama starfsmenn við eigendur hlutafélags. Það velti t.d á fjárhagslegum tengslum þeirra innbyrðis, en Björgólfur Thor vill ekki gefa upp nöfn þeirra starfsmanna Novators sem áttu 5 prósentin. Sérfræðingar í félaga- og kauphallarrétti sem fréttastofa ræddi við, sem þó vilja ekki koma fram undir nafni, segja að það hafi ekki verið eðlileg vinnubrögð að flokka Björgólf Thor ekki sem tengdan aðila Landsbankanum. Þá geti náin tengsl verið til staðar þótt eignarhald viðkomandi fari ekki upp fyrir 20 prósent. Ekki flokkaður tengdur aðili í skuldabréfaútboði í BandaríkjunumHægt er að setja þetta í samhengi við skuldabréfaútboð sem Landsbankinn réðst í í Bandaríkjunum árið 2006, en þá fékk bankinn á jafnvirði þess tíma 158 milljarða króna lán í Bandaríkjunum, en lántakan var í umsjón Bank of America, Citigroup og Deutsche Bank. Í þessu skuldabréfaútboði þurfti Landsbankinn ekki að gefa upp lánveitingar til Björgólfs Thors þar sem hann var ekki tengdur aðili. Í útboðsgögnum Landsbankans var talað um 10 milljarða króna skuldbindingar til venslaðra aðila. Í þessu samhengi má rifja upp að þrotabú Glitnis hefur farið í mál við Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélaga hans í Bandaríkjunum m.a á þessari forsendu, að ekki hafi verið gefin réttilega upp lán Glitnis til tengdra aðila í skuldabréfaútboði sem ráðist var í þar og þannig hafi kaupendum verið veittar villandi upplýsingar. Þrotabú Landsbankans hefur hins vegar ekki höfðað slíkt mál gegn Björgólfi Thor. Til skýringar má rifja má upp það sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en lánveitingar Landsbankans til Björgólfs Thors og tengdra félaga námu á einum tímapunkti 50 prósentum af eigin fé Landsbankans og nálguðust 150 milljarða króna, samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að um meiriháttar brot hafi verið að ræða á 30. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Í skýrslunni segir jafnframt að brot bankans hafi verið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að lántakinn var annar af aðaleigendum hans. Starfsmenn Landsbankans vissu ekki hver átti hlutinnNánustu samstarfsmenn Björgólfs Thors hjá Novator í gegnum tíðina hafa verið menn eins og Birgir Már Ragnarsson, lögmaður, Andri Sveinsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum, Tómas Ottó Hansson, sem var framkvæmdastjóri hjá Novator. Þá hafa sumir komið og farið, eins og Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur sem nú freistar þess að kaupa tryggingafélagið Sjóvá með fulltingi annarra fjárfesta. Orri Hauksson, nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var einnig náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors hjá Novator. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, vill ekki svara því hvaða starfsmenn það voru sem áttu 5 prósenta hlutinn. Það hafi verið breytilegt því starfsmenn hafi komið og farið hjá Novator. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði hún: „Það tíðkaðist víða og tíðkast enn að starfsmenn eigi smærri hluti í félögum. Að sjálfsögðu var eignarhlutur starfsmanna í Givenshire tilkynntur til FME á sínum tíma og það hlýtur þú að geta fengið staðfest hjá eftirlitinu, teljir þú einhverja ástæðu til að fjalla um það. Þarna var aldrei um neinn „leynihlut" að ræða." Fréttastofa náði ekki í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra FME í dag, til að fá upplýsingar um hvort þessi vitneskja hafi legið fyrir hjá eftirlitinu. Þess ber að geta að 5 prósenta hluturinn í Givenshire Equities á Kýpur var skráður hjá Landsbankanum sem eign reiknings bankans í Lúxemborg (customer account). Starfsmenn Landsbankans höfðu semsagt ekki upplýsingar um að eignarhaldið væri annað, þ.e að um hafi verið að ræða eign starfsmanna Novators, en fréttastofa hefur undir höndum yfirlit frá starfsmanni Landsbankans um eignarhaldið á félaginu, eins og það var skráð hjá bankanum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum. 1. september 2010 18:30 Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. 22. júlí 2010 18:30 Deutsche Bank tilkynnti ESB um yfirtökuna á Actavis Actavis samheitalyfjafyrirtækið lýtur fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Björgólfur Thor taldi fyrir réttu ári að Actavis væri yfirskuldsett og gæti ekki geta staðið undir greiðslum á lánum. Þá taldi hann eigið fé uppurið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum. 6. september 2010 19:00 Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað. 2. september 2010 18:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum. 1. september 2010 18:30
Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. 22. júlí 2010 18:30
Deutsche Bank tilkynnti ESB um yfirtökuna á Actavis Actavis samheitalyfjafyrirtækið lýtur fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Björgólfur Thor taldi fyrir réttu ári að Actavis væri yfirskuldsett og gæti ekki geta staðið undir greiðslum á lánum. Þá taldi hann eigið fé uppurið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum. 6. september 2010 19:00
Björgólfur Thor: Persónulegar ábyrgðir ekki felldar niður Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað. 2. september 2010 18:41