Körfubolti

Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyreke Evans, lengst til hægri, í leiknum í nótt.
Tyreke Evans, lengst til hægri, í leiknum í nótt. Mynd/AP
Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju.

Það má sjá þessar síðustu fimm sekúndur leiksins með því að smella hér en það er nokkuð öruggt að þetta lokaskot verður fastagestur í öllum tilþrifapökkum þegar þetta NBA-tímabil verður gert upp.

„Ég held að ég sé bestur í liðinu í því að skjóta frá miðju. Við æfðum okkur aðeins í þessu á skotæfingu í morgun og ég þakka fyrir það. Skotið leit vel út en ég trúði því ekki að það væri að fara í körfuna fyrr en að boltinn fór í gegnum netið," sagði Tyreke Evans eftir leikinn.

Þetta var fyrsti sigur Sacramento Kings liðsins í níu leikjum en liðið er áfram með slakasta árangurinn í deildinni. Hver veit nema svona sigur kveiki í liðinu og þá sérstaklega Tyreke Evans, sem var valinn nýliði ársins í fyrra en hefur ekki fundið sig eins vel í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×