Innlent

Óvíst um stöðu Björgvins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson þykir hafa sýnt vanrækslu í starfi. Mynd/ GVA .
Björgvin G. Sigurðsson þykir hafa sýnt vanrækslu í starfi. Mynd/ GVA .
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er sá eini sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi sem enn gegnir opinberu trúnaðarstarfi.

Björgvin varð viðskiptaráðherra þegar að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var mynduð á vormánuðum 2007 og var ráðherra þegar bankarnir hrundu. Hann sagði af sér embætti ráðherra skömmu fyrir þingkosningar í fyrra og var kosinn aftur á þing í kosningunum.

Vísir hefur reynt að ná tali af Björgvin í dag til að spyrja hann út í stöðu hans eftir birtingu skýrslunnar en hann svarar ekki símanum. Þá hefur Vísir ekki heldur náð tali af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem er varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×