Innlent

Jón Baldvin: Enginn axlar ábyrgð

SB skrifar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir kattaþvott ráðamanna segja meira um hrunið en hin ógnarlanga skýrsla.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir kattaþvott ráðamanna segja meira um hrunið en hin ógnarlanga skýrsla.

"Þessi skýrsla segir okkur fátt nýtt um okkar samfélag sem við vissum ekki fyrir," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, spurður um fyrstu viðbrögð sín við rannsóknarskýrslu Alþingis.

Jón Baldvin heldur áfram: "Ef við höfum í huga það sem við höfum lært á undanförnum mánuðum er ein staðreynd sem gnæfir yfir allar aðrar. Skýrsluhöfundar segjast hafa kalla 147einstaklinga í áhrifastöðum til þess að bera vitni en ekki einn einasti þeirra fann hjá sér þörf til að viðurkenna nokkra ábyrgð. Þetta segir meir um orsakir hrunsins og okkar samfélag heldur en allur orðaflaumur skýrslunnar í samtals níu bindum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×