Erlent

Vilja leysa ríkisstjórn upp

Abhisit Vejjajivea, forsætisráðherra Taílands, er nú undir vaxandi þrýstingi að segja af sér og boða til kosninga.

Kosningaeftirlit landsins úrskurðaði í gær að flokkur forsætisráðherrans hafi misnotað fjárframlög sem honum hafi borist. Leysa eigi flokkinn upp og boða til kosninga. Þá sagði hershöfðinginn Anupong Paochinda í gær að mögulega yrði að leysa þingið upp til þess að skapa sátt. Herinn er valdamikill og hingað til hefur forsætisráðherrann notið stuðnings hans.

Mikil mótmæli hafa verið gegn ríkjandi stjórn landsins undanfarinn mánuð. Á laugardag létust svo fjórir hermenn og sautján óbreyttir borgarar þegar lögreglu og her mistókst að leysa mótmælin upp. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×