NBA deildin: Meistaralið Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. desember 2010 08:30 Chase Budinger leikmaður Houston í baráttunni gegn Pau Gasol og Matt Barnes AP Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira