NBA deildin: Meistaralið Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. desember 2010 08:30 Chase Budinger leikmaður Houston í baráttunni gegn Pau Gasol og Matt Barnes AP Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira