Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði 21. desember 2010 06:00 „Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
„Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira