Fjallabyggð sameinuð með göngum 2. október 2010 04:00 héðinsfjarðargöng Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira