Fjallabyggð sameinuð með göngum 2. október 2010 04:00 héðinsfjarðargöng Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira