Kolbeinn Proppé: Þegar valdið verður til vansa Kolbeinn Proppé skrifar 5. maí 2010 06:00 Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða. Dæmi um slíkt fólk er dómarinn í Héraðsdómi Reykjavíkur sem skipaði lögreglunni á dögunum að ryðja dómsal því fólk sat þar ekki og stóð eftir hans höfði. Lögreglan var mætt á svæðið með mikinn viðbúnað og ljóst að þar á bæ bjuggust menn við að þurfa að grípa til aðgerða. Og eins og yfirleitt þegar menn koma með slíku hugarfari þá verður þeim að ósk sinni. Mætt á svæðið var fólk sem hafði áhuga á réttarhaldi, enda áhugavert mál á ferð. Réttað var yfir níu manns sem voru handteknir á leið sinni á þingpalla og lentu þar í ryskingum við lögreglu og þingverði. Þau voru ekki ákærð fyrir átökin; nei ákæruvaldið sá í þessum aðgerðum árás á Alþingi. Því er ekki nema von að fólk hafi haft hug á að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að fylgjast með opnu dómsmáli. Slíkur réttur á að vera fulltrúum dómsvaldsins mikilvægari en svo að fjöldi sæta í einhverjum sal ráði hvort fólk er svipt honum eða ekki. Þurfi að grípa til ráðstafana til að allir geti nýtt sér þann rétt, þá gera menn það með glöðu geði. Þeirra er að tryggja réttindin. Þess viðhorfs gætir allt of oft að skil eigi að vera á milli almennings, fólksins sem byggir landið hverju sinni, og valdsins. Það er rangt. Valdið kemur frá fólkinu. Þjónar valdsins, lögregluþjónar, dómarar, þingmenn og ráðherrar, svo dæmi séu til tínd, eru þjónar fólksins. Það gleymist því miður oft. Oft og tíðum verður það hlutverk lögreglunnar að halda fólkinu frá þjónum þess. Það mátti sjá við þingsetningu í haust, þar sem lögreglan gætti þess í hvívetna að þingmenn þyrftu ekki að fara of nálægt uppsprettu valds þeirra - fólkinu sjálfu. Líf án reglna og valds til að framfylgja þeim ætti að vera útópían sem við öll stefnum að. Á meðan reglur þarf og vald er til staðar þarf hins vegar að tryggja að hvorugt verði til vansa. Valdið kemur frá okkur og er til fyrir okkur. Ekki gegn okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða. Dæmi um slíkt fólk er dómarinn í Héraðsdómi Reykjavíkur sem skipaði lögreglunni á dögunum að ryðja dómsal því fólk sat þar ekki og stóð eftir hans höfði. Lögreglan var mætt á svæðið með mikinn viðbúnað og ljóst að þar á bæ bjuggust menn við að þurfa að grípa til aðgerða. Og eins og yfirleitt þegar menn koma með slíku hugarfari þá verður þeim að ósk sinni. Mætt á svæðið var fólk sem hafði áhuga á réttarhaldi, enda áhugavert mál á ferð. Réttað var yfir níu manns sem voru handteknir á leið sinni á þingpalla og lentu þar í ryskingum við lögreglu og þingverði. Þau voru ekki ákærð fyrir átökin; nei ákæruvaldið sá í þessum aðgerðum árás á Alþingi. Því er ekki nema von að fólk hafi haft hug á að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að fylgjast með opnu dómsmáli. Slíkur réttur á að vera fulltrúum dómsvaldsins mikilvægari en svo að fjöldi sæta í einhverjum sal ráði hvort fólk er svipt honum eða ekki. Þurfi að grípa til ráðstafana til að allir geti nýtt sér þann rétt, þá gera menn það með glöðu geði. Þeirra er að tryggja réttindin. Þess viðhorfs gætir allt of oft að skil eigi að vera á milli almennings, fólksins sem byggir landið hverju sinni, og valdsins. Það er rangt. Valdið kemur frá fólkinu. Þjónar valdsins, lögregluþjónar, dómarar, þingmenn og ráðherrar, svo dæmi séu til tínd, eru þjónar fólksins. Það gleymist því miður oft. Oft og tíðum verður það hlutverk lögreglunnar að halda fólkinu frá þjónum þess. Það mátti sjá við þingsetningu í haust, þar sem lögreglan gætti þess í hvívetna að þingmenn þyrftu ekki að fara of nálægt uppsprettu valds þeirra - fólkinu sjálfu. Líf án reglna og valds til að framfylgja þeim ætti að vera útópían sem við öll stefnum að. Á meðan reglur þarf og vald er til staðar þarf hins vegar að tryggja að hvorugt verði til vansa. Valdið kemur frá okkur og er til fyrir okkur. Ekki gegn okkur.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun