Körfubolti

Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. AP

Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti.

James var margoft orðaður við New York s.l. sumar þegar hann var enn leikmaður Cleveland Cavaliers en James taldi Miami Heat vera betri kost. Miami byrjaði ekki vel á leiktíðinni en liðið hefur nú unnið 10 leiki í röð og er með 19 sigra og 10 tapleiki, sem gerir 70% vinningshlutfall.



Amar'e Stoudemire bætti félagsmetið með níu 30 stiga leikjum í röð
Amar'e Stoudemire.AP
New York Knicks hefur byrjað leiktíðina af krafti og er með 61,5% vinningshlutfall, 16 sigrar og 10 tapleikir, og þar hefur Amar'e Stoudemire dregið vagninn en hann kom til Knicks frá Phoenix Suns.

Stoudemire hefur skorað 30 stig eða meira í níu leikjum í röð sem er félagsmet. Og eru margir sérfræðingar um körfuboltaíþróttina á þeirri skoðun að Stoudemire sé besti leikmaður deildarinnar þessa stundina - ekki LeBron James.

Stoudemire er þriðji efstur í stigaskorun á tímabilinu með 26,7 að meðaltali en þar á undan eru Kobe Bryant (LA Lakers) með 26,7 og Kevin Durant (Oklahoma) er efstur með 27,5 stig að meðaltali.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×