Sextándi meistaratitill Los Angeles Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. júní 2010 09:30 Meistari Kobe Bryant, einn besti leikmaður sögunnar. Hann var valinn verðmætasti leikmaður keppninnar. GettyImages Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira