Erlendir ferðamenn rændir í Laugardal 20. ágúst 2010 06:00 Tjaldað í blíðunni Rænt var úr nokkrum tjöldum á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Starfsmaður segir óreglufólk hafa farið í tjöldin. Fréttablaðið/Valli Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjótkastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfsfólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrifar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leitirnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verðmætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöldum ferðalanga sem gisti á tjaldsvæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæðið.“ jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjótkastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfsfólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrifar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leitirnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verðmætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöldum ferðalanga sem gisti á tjaldsvæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæðið.“ jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira