Staðreyndirnar eða óttinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Í skýrslu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins, sem kynnt var í gær, kemur fátt á óvart. Ísland uppfyllir öðrum ríkjum betur pólitísk og efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur hins vegar að Ísland þurfi að laga margt í regluverki sínu og stjórnsýslu, áður en það geti orðið aðildarríki sambandsins. Framkvæmdastjórnin tekur fram að sumu hafi þegar verið kippt í liðinn. Til dæmis hafi nú reglum um skipan dómara verið breytt og tekið fyrir geðþóttaákvarðanir ráðherra í þeim efnum. Þannig hafi sjálfstæði dómsvaldsins verið betur tryggt. Margt af því, sem breyta þarf í íslenzkri stjórnsýslu eigi Ísland að ganga í Evrópusambandið, þarf að breytast hvort sem er. Sumt er nauðsynlegt vegna skuldbindinga sem við höfum tekið á okkur vegna EES-samningsins en hafa ekki komizt í framkvæmd. Ýmislegt snýr að atriðum sem voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fyrir þá, sem eru ósammála niðurstöðum nefndarinnar um veikleika stjórnsýslunnar og telja að íslenzk stjórnsýsla beri af í evrópskum samanburði, er sú aðlögun vafalaust þungbær. En flestir aðrir ættu að fagna því að stjórnsýsluhættir hér verði lagaðir að því sem gerist í nágrannalöndunum, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir aðild að ESB. Sumir láta eins og Evrópusambandið ætli ekkert að semja við Ísland, heldur bara krefjast þess að Ísland lagi sig einhliða að öllum reglum ESB, Þetta verður þó ekki ráðið af grein Stefans Füle, stækkunarstjóra sambandsins, hér í blaðinu í gær. Hann skrifar þar: „Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins." Hinar eiginlegu samningaviðræður við ESB hefjast ekki fyrr en um mitt ár 2011. Fram að því mun fara fram svokölluð rýnivinna, þar sem farið verður rækilega yfir muninn á íslenzkri löggjöf og löggjöf ESB. Að því ferli loknu setur Ísland fram samningskröfur sínar og þá hefjast hinar raunverulegu samningaviðræður. Fram að þeim tíma er í raun alveg þarflaust að komast í geðshræringu yfir hinu eða þessu, sem íslenzk stjórnvöld eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja fram í samskiptum sín á milli, en þess hefur gætt dálítið að undanförnu að orðalag í gömlum plöggum á netinu veldur uppnámi. Einkum og sér í lagi andstæðingar ESB-aðildar Íslands virðast velja vondan tíma til að fara á taugum, því að það er satt að segja ekki tímabært fyrr en hinar eiginlegu samningaviðræður hefjast og samningskröfur Íslands liggja fyrir. Fram að því þarf að fara fram rækileg upplýsingamiðlun og umræða, jafnt um galla sem kosti Evrópusambandsins og hvað Ísland geti grætt eða tapað á aðild. Eins og Stefan Füle segir er æskilegt að það ferli byggist á „staðreyndum og tölum fremur en ótta og goðsögnum". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Í skýrslu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins, sem kynnt var í gær, kemur fátt á óvart. Ísland uppfyllir öðrum ríkjum betur pólitísk og efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur hins vegar að Ísland þurfi að laga margt í regluverki sínu og stjórnsýslu, áður en það geti orðið aðildarríki sambandsins. Framkvæmdastjórnin tekur fram að sumu hafi þegar verið kippt í liðinn. Til dæmis hafi nú reglum um skipan dómara verið breytt og tekið fyrir geðþóttaákvarðanir ráðherra í þeim efnum. Þannig hafi sjálfstæði dómsvaldsins verið betur tryggt. Margt af því, sem breyta þarf í íslenzkri stjórnsýslu eigi Ísland að ganga í Evrópusambandið, þarf að breytast hvort sem er. Sumt er nauðsynlegt vegna skuldbindinga sem við höfum tekið á okkur vegna EES-samningsins en hafa ekki komizt í framkvæmd. Ýmislegt snýr að atriðum sem voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fyrir þá, sem eru ósammála niðurstöðum nefndarinnar um veikleika stjórnsýslunnar og telja að íslenzk stjórnsýsla beri af í evrópskum samanburði, er sú aðlögun vafalaust þungbær. En flestir aðrir ættu að fagna því að stjórnsýsluhættir hér verði lagaðir að því sem gerist í nágrannalöndunum, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir aðild að ESB. Sumir láta eins og Evrópusambandið ætli ekkert að semja við Ísland, heldur bara krefjast þess að Ísland lagi sig einhliða að öllum reglum ESB, Þetta verður þó ekki ráðið af grein Stefans Füle, stækkunarstjóra sambandsins, hér í blaðinu í gær. Hann skrifar þar: „Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins." Hinar eiginlegu samningaviðræður við ESB hefjast ekki fyrr en um mitt ár 2011. Fram að því mun fara fram svokölluð rýnivinna, þar sem farið verður rækilega yfir muninn á íslenzkri löggjöf og löggjöf ESB. Að því ferli loknu setur Ísland fram samningskröfur sínar og þá hefjast hinar raunverulegu samningaviðræður. Fram að þeim tíma er í raun alveg þarflaust að komast í geðshræringu yfir hinu eða þessu, sem íslenzk stjórnvöld eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja fram í samskiptum sín á milli, en þess hefur gætt dálítið að undanförnu að orðalag í gömlum plöggum á netinu veldur uppnámi. Einkum og sér í lagi andstæðingar ESB-aðildar Íslands virðast velja vondan tíma til að fara á taugum, því að það er satt að segja ekki tímabært fyrr en hinar eiginlegu samningaviðræður hefjast og samningskröfur Íslands liggja fyrir. Fram að því þarf að fara fram rækileg upplýsingamiðlun og umræða, jafnt um galla sem kosti Evrópusambandsins og hvað Ísland geti grætt eða tapað á aðild. Eins og Stefan Füle segir er æskilegt að það ferli byggist á „staðreyndum og tölum fremur en ótta og goðsögnum".
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun