Körfubolti

LeBron og Bosh með 45 stig saman í sigri Miami Heat í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James býr sig undir að troða boltanum í körfuna í nótt.
LeBron James býr sig undir að troða boltanum í körfuna í nótt. Mynd/AP
Miami Heat byrjar undirbúningstímabilið vel fyrir komandi NBA-tímabil og það þrátt fyrir að hafa misst Dwyane Wade í meiðsli eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik. Miami-liðið vann 7 stiga sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 103-96 og hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína með sannfærandi hætti.

LeBron James og Chris Bosh skoruðu saman 45 stig í leiknum í nótt en leikið var fyrir fullu húsi í Kansas City. Miami var með 19 stiga forskot undir lok leiksins en Thunder minnkaði muninn með 16-2 spretti á lokakaflanum.

„Við erum að spila þann körfubolta sem við getum á þessari stundu. Við eigum síðan eftir að sjá hvernig við verðum þegar við verðum orðnir hundrað prósent heilir," sagði LeBron James eftir leikinn en hann skoraði 22 stig á 29 mínútum. Bosh skoraði 23 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×