„Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag.
„Málin munu líklegast dragast enn meira á langinn ef að nefndin leggur til og Alþingi ákveður að draga einhverja fyrir landsdóm því það eru mörg óvissu atriði í þessu. Það er til dæmis ekki hægt að áfrýja úrskurði landsdóms til æðri dómstóls," sagði Baldur í útvarpsþættinum Vikulokinn á Rás 1 í dag.
Leggi nefndin það til að ákæra verði lögð fram gegn fyrrverandi ráðherrum þarf að Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis.
„Það þurfa náttúrulega liggja skýrar niðurstöður og nefndin þarf að skýra mjög ítarlega ef hún vill leggja það til við þingheim að draga eigi fyrrverandi ráðamenn fyrir landsdóm," sagði Baldur.
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum að þingmannanefndin væri ekki öfundsverð.
Þá benti hún á að þeir ráðherrar sem hafa verið nefndir í tengslum við mögulega ábyrgð á hruninu hafi sætt vissri ábyrgð með því að hverfa úr stjórnmálum með brotið orðspor. „Þannig að þau hafa auðvitað ekki sloppið en það er er nefndarinnar að ákveða hvort þau þurfa að sæta lagalegri ábyrgð."
Haukar
Galychanka Lviv