Um hundrað manns reknir til Rúmeníu 20. ágúst 2010 01:00 Brottflutningur Nærri hundrað manns voru sendir með tveimur flugvélum til Rúmeníu frá Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira