NBA í nótt: Miami fór létt með New Jersey Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2010 09:00 Wade, James og Bosh slökuðu á á bekknum í fjórða leikhluta í gær og sögðu brandara á meðan að varamenn Miami kláruðu New Jersey Nets. Mynd/AP Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem að stórlið Miami fór létt með að vinna New Jersey Nets sem var ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. Þríeykið öfluga í Miami átti góðan leik í nótt. LeBron James skoraði 20 stig og þeir Chris Bosh (18 stig) og Dwayne Wade (17 stig) voru skammt undan er Miami vann öruggan sigur, 101-78. Þeir Bosh og Wade hvíldu meira að segja í fjórða leikhluta en James lék lítinn hluta af honum. Hann var þar að auki með sjö fráköst og sjö stöðsendingar. Þetta var þriðji sigur Miami í röð síðan að liðið tapaði fyrir Boston í fyrsta leik í síðasta mánuði. Miami sýndi afar öflugan sóknarleik í nótt og var til að mynda með 68 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik. Þríeykið hafði þá skorað 41 stig. Brook Lopez skoraði 20 stig fyrir New Jersey og nýliðinn Derrick Favours var með þrettán stig og þrettán fráköst. Þrátt fyrir að liðið tapaði í nótt má nýi eigandi liðsins, Rússinn Mikhail Prokhorov, vera sáttir við sitt lið enda vann það aðeins tólf af 82 leikjum sínum allt síðasta tímabil og töpuðu fyrstu átján leikjum sínum síðasta tímabil. Dallas vann LA Clippers, 99-83, á útivelli. Ótrúlegasta skot leiksins átti Jason Kidd sem skoraði þriggja stiga flautukörfu innan eigin þriggja stiga línu, þvert yfir völlinn, í lok fyrri hálfleik.s Caron Butler skoraði sautján stig fyrir Dallas og Shawn Marion var með tólf, þar af tíu í fjórða leikhluta. Utah vann Oklahoma City, 120-99. Paul Millsap fór mikinn fyrir Utah og var með 30 stig og sextán fráköst. Deron Williams bætti við sextán stigum og fimmtán stoðsendingum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Utah sem með tapi hefði jafnað verstu byrjun félagsins á tímabilinu í 31 ár. LA Lakers vann Golden State, 107-83, í Kaliforníuslag. Pau Gasol var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Lakers og Kobe Bryant með 20 stig. Lakers er enn ósigrað á leiktíðinni. NBA Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem að stórlið Miami fór létt með að vinna New Jersey Nets sem var ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. Þríeykið öfluga í Miami átti góðan leik í nótt. LeBron James skoraði 20 stig og þeir Chris Bosh (18 stig) og Dwayne Wade (17 stig) voru skammt undan er Miami vann öruggan sigur, 101-78. Þeir Bosh og Wade hvíldu meira að segja í fjórða leikhluta en James lék lítinn hluta af honum. Hann var þar að auki með sjö fráköst og sjö stöðsendingar. Þetta var þriðji sigur Miami í röð síðan að liðið tapaði fyrir Boston í fyrsta leik í síðasta mánuði. Miami sýndi afar öflugan sóknarleik í nótt og var til að mynda með 68 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik. Þríeykið hafði þá skorað 41 stig. Brook Lopez skoraði 20 stig fyrir New Jersey og nýliðinn Derrick Favours var með þrettán stig og þrettán fráköst. Þrátt fyrir að liðið tapaði í nótt má nýi eigandi liðsins, Rússinn Mikhail Prokhorov, vera sáttir við sitt lið enda vann það aðeins tólf af 82 leikjum sínum allt síðasta tímabil og töpuðu fyrstu átján leikjum sínum síðasta tímabil. Dallas vann LA Clippers, 99-83, á útivelli. Ótrúlegasta skot leiksins átti Jason Kidd sem skoraði þriggja stiga flautukörfu innan eigin þriggja stiga línu, þvert yfir völlinn, í lok fyrri hálfleik.s Caron Butler skoraði sautján stig fyrir Dallas og Shawn Marion var með tólf, þar af tíu í fjórða leikhluta. Utah vann Oklahoma City, 120-99. Paul Millsap fór mikinn fyrir Utah og var með 30 stig og sextán fráköst. Deron Williams bætti við sextán stigum og fimmtán stoðsendingum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Utah sem með tapi hefði jafnað verstu byrjun félagsins á tímabilinu í 31 ár. LA Lakers vann Golden State, 107-83, í Kaliforníuslag. Pau Gasol var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Lakers og Kobe Bryant með 20 stig. Lakers er enn ósigrað á leiktíðinni.
NBA Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira