Ríkið gæti komið út í plús af siglingunum 17. ágúst 2010 04:45 Vestmannaeyjar Samkvæmt samkomulagi Eimskipa og ríkisins getur skipafélagið ekki tapað á siglingunum til Eyja. Þetta samkomulag er þáttur í „opinni bók“, þar sem öll rekstrargögn verða gerð opinber ríkinu, til að auðvelda útboð seinna meir. Fréttablaðið/arnþór Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira