Útför Hannesar Þór Helgasonar sem fannst myrtur á heimili sínu á sunnudaginn fyrir viku fór fram í dag. Fjöldi listamanna söng við afhöfnina. Kirkjan var þétt setin.
Hannes Þór Helgason var fæddur þann 9.júlí árið 1973 en hann fannst látinn á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði þann 15.ágúst síðast liðinn.
Athöfnin í dag bar þess merki að ljúfur og góður drengur er nú fallin frá. Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson og Páll Rósinkranz fluttu hvert lagið á fætur öðru en það gerði einnig karlakórinn Þrestir og fylgdist fjöldi manns með athöfninni á risaskjánum í íþróttasal Víðistaðaskóla.
Séra Gunnar Rúnar Matthíasson jarðsöng Hannes Þór og hóf hann ræðu sína á því þeim orðum að hér í dag ætti ekkert okkar að vera
„...ekki aðeins vegna þess að þetta er á skjön við eðlilegan gang lífsins að grafsetja 37 ára gamlan mann, heldu líka vegna þess hve þungt þetta hvílir á samfélagi okkar. Hannes var myrtur á grófan og ruddalegan hátt," sagði Séra Gunnar.
Útförin fór fram í skugga þess að morðingi Hannesar Þórs er enn ófundinn og kom séra Gunnar inn á það í minningarorðum
„Við þörfnumst þess að þetta mál sé upplýst. Við verðum að velta hverjum steini við í huga okkar aftur og aftur og finna eitthvað sem kannski gæti vísað veginn."