Hamfarir ársins óvenju skæðar 30. desember 2010 04:00 Líf milljóna manna fór algerlega úr skorðum vegna flóðanna í Pakistan síðla sumars. nordicphotos/AFP Náttúran hefur ekki verið jarðarbúum sérlega mild árið 2010. Rétt eins og sveiflur í veðuröfgum virðist mega rekja til hlýnunar jarðar hafa breyttir lífshættir gert mannkynið viðkvæmara fyrir náttúruhamförum. Árið sem senn er á enda hefur ekki bara fært jarðarbúum óvenjulegar veðursveiflur, kuldakastið vestan hafs og austan núna um jólin og hitabylgjurnar sem gerðu meðal annars Rússum lífið leitt í sumar. Náttúruhamfarir hafa einnig verið skæðari þetta árið. Í það minnsta hafa þær kostað fleira fólk lífið en þekkst hefur áratugum saman. Alls er talið að jarðskjálftar, flóð, eldgos, aurskriður, þurrkar og fárviðri af ýmsu tagi hafi orðið 260 þúsund manns að bana það sem af er árinu. Mestu munar þar um jarðskjálftann á Haítí í byrjun ársins, en þar fórust líklega hátt í 230 þúsund manns. Til samanburðar má nefna að árið 2009 urðu dauðsföll af völdum náttúruhamfara 15 þúsund, eða 17 sinnum færri en í ár. Breyttir lífshættirSnjóþyngsli í New York Harkalegt kuldakast með óvenju miklu fannfergi raskaði áætlunum milljóna manna um jólin bæði í norðanverðri Evrópu og í Bandaríkjunum. nordicphotos/AFPÞetta þýðir þó ekki að náttúruhamfarir hafi verið neitt mikið algengari eða öflugri í ár en flest önnur ár. Rétt eins og hlýnun jarðar eykur á sveiflur í veðurfari hafa breytingar á lífsháttum fólks átt sinn þátt í því hversu margir láta lífið. Þeir sem rannsakað hafa náttúruhamfarir benda á að mannfjölgun og breyttir lífshættir manna hafi gert mannkynið viðkvæmara fyrir en áður. Til dæmis býr æ fleira fólk á æ þéttbýlli stórborgarsvæðum, oft í hrörlegum húsakynnum, sem þýðir að fleira fólk er í hættu statt þegar hamfarir ríða yfir. Mörg þessi þéttbýlu stórborgarflæmi eru þar að auki á þekktum jarðskjálftasvæðum eða flóðasvæðum. Ef jarðskjálftinn sem kom á Haítí í byrjun ársins hefði orðið á sama stað árið 1985 hefðu líklega um 80 þúsund manns látið lífið, hefur AP-fréttastofan eftir Richard Olson, en hann er deildarstjóri við Alþjóðaháskólann í Flórída. Sjálfskaparvíti„Við höfum skapað þau skilyrði að allt það minnsta sem jörðin gerir hefur áhrif langt umfram það sem búast hefði mátt við,“ segir Debarati Guha Sapir hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO. „Það er næstum eins og stjórnmálin, bæði stefnumótun stjórnvalda og stefnan í þróunarmálum, hjálpi jörðinni nú til þess að hefna sín frekar en að vernda fólk gegn henni.“ Náttúruhamfarirnar eru þar að auki ekki einar um að valda erfiðum mannraunum, því tæknin á þar sinn hlut að máli, eins og til dæmis með olíuslysinu í Mexíkóflóa eða námuslysinu í Síle. HitasveiflurHitasveiflur ársins hafa einnig verið óvenju öfgafullar. Þannig hrjáðu miklar frosthörkur meðal annars íbúa í Rússlandi og Kína, en árið ætlar engu að síður að verða eitt það heitasta í sögunni og hafa hitametin meðal annars fallið í Rússlandi, Bandaríkjunum og í Pakistan. Ofan á þetta bættist svo kuldatíðin nú í desember, sem setti strik í jólahaldið hjá mörgum, sem ýmist komust ekki í tæka tíð heim í faðm fjölskyldunnar eða komust ekki burt í fríið. Margir telja þessa vetrarhörku ótvírætt merki þess að ekkert sé hæft í fullyrðingum vísindamanna um hlýnun jarðar. Hvernig í ósköpunum ættu óvenju miklir kuldar að stafa af almennri hlýnun? „Hlýnun jarðar þýðir ekki að í hverjum einasta mánuði verði hlýrra alls staðar á jörðinni,“ svarar breski rithöfundurinn George Monbiot þessum röddum í dálki sínum í The Guardian: „Til þess eru meðaltölin: Þau setja viðburði á hverjum stað í samhengi.“ Hann segir öll rök vísindanna benda til þess að kuldarnir í Evrópu tengist einmitt óvenju mikum hlýindum annars staðar. Einnig af mannavöldumMiklar tafir á flugi, lestarferðum og öðrum samgöngum fyrir jólin skrifast þó ekki eingöngu á reikning náttúrunnar. Þótt kuldar hafi verið miklir og snjókoman sums staðar með meira móti, þá hafa bæði samgönguyfirvöld og stjórnendur flugvalla, járnbrautarstöðva og annarra samgönguleiða verið gagnrýnd fyrir að vera ekki undir þessa veðráttu búin. Sömu sögu er að segja frá Rússlandi þegar hitarnir miklu gengu þar yfir í sumar, með skógareldum og kæfandi reykmengun. Stjórnvöld voru sökuð um að bregðast ekki rétt við og vera vanbúin undir hamfarir af þessu tagi. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Náttúran hefur ekki verið jarðarbúum sérlega mild árið 2010. Rétt eins og sveiflur í veðuröfgum virðist mega rekja til hlýnunar jarðar hafa breyttir lífshættir gert mannkynið viðkvæmara fyrir náttúruhamförum. Árið sem senn er á enda hefur ekki bara fært jarðarbúum óvenjulegar veðursveiflur, kuldakastið vestan hafs og austan núna um jólin og hitabylgjurnar sem gerðu meðal annars Rússum lífið leitt í sumar. Náttúruhamfarir hafa einnig verið skæðari þetta árið. Í það minnsta hafa þær kostað fleira fólk lífið en þekkst hefur áratugum saman. Alls er talið að jarðskjálftar, flóð, eldgos, aurskriður, þurrkar og fárviðri af ýmsu tagi hafi orðið 260 þúsund manns að bana það sem af er árinu. Mestu munar þar um jarðskjálftann á Haítí í byrjun ársins, en þar fórust líklega hátt í 230 þúsund manns. Til samanburðar má nefna að árið 2009 urðu dauðsföll af völdum náttúruhamfara 15 þúsund, eða 17 sinnum færri en í ár. Breyttir lífshættirSnjóþyngsli í New York Harkalegt kuldakast með óvenju miklu fannfergi raskaði áætlunum milljóna manna um jólin bæði í norðanverðri Evrópu og í Bandaríkjunum. nordicphotos/AFPÞetta þýðir þó ekki að náttúruhamfarir hafi verið neitt mikið algengari eða öflugri í ár en flest önnur ár. Rétt eins og hlýnun jarðar eykur á sveiflur í veðurfari hafa breytingar á lífsháttum fólks átt sinn þátt í því hversu margir láta lífið. Þeir sem rannsakað hafa náttúruhamfarir benda á að mannfjölgun og breyttir lífshættir manna hafi gert mannkynið viðkvæmara fyrir en áður. Til dæmis býr æ fleira fólk á æ þéttbýlli stórborgarsvæðum, oft í hrörlegum húsakynnum, sem þýðir að fleira fólk er í hættu statt þegar hamfarir ríða yfir. Mörg þessi þéttbýlu stórborgarflæmi eru þar að auki á þekktum jarðskjálftasvæðum eða flóðasvæðum. Ef jarðskjálftinn sem kom á Haítí í byrjun ársins hefði orðið á sama stað árið 1985 hefðu líklega um 80 þúsund manns látið lífið, hefur AP-fréttastofan eftir Richard Olson, en hann er deildarstjóri við Alþjóðaháskólann í Flórída. Sjálfskaparvíti„Við höfum skapað þau skilyrði að allt það minnsta sem jörðin gerir hefur áhrif langt umfram það sem búast hefði mátt við,“ segir Debarati Guha Sapir hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO. „Það er næstum eins og stjórnmálin, bæði stefnumótun stjórnvalda og stefnan í þróunarmálum, hjálpi jörðinni nú til þess að hefna sín frekar en að vernda fólk gegn henni.“ Náttúruhamfarirnar eru þar að auki ekki einar um að valda erfiðum mannraunum, því tæknin á þar sinn hlut að máli, eins og til dæmis með olíuslysinu í Mexíkóflóa eða námuslysinu í Síle. HitasveiflurHitasveiflur ársins hafa einnig verið óvenju öfgafullar. Þannig hrjáðu miklar frosthörkur meðal annars íbúa í Rússlandi og Kína, en árið ætlar engu að síður að verða eitt það heitasta í sögunni og hafa hitametin meðal annars fallið í Rússlandi, Bandaríkjunum og í Pakistan. Ofan á þetta bættist svo kuldatíðin nú í desember, sem setti strik í jólahaldið hjá mörgum, sem ýmist komust ekki í tæka tíð heim í faðm fjölskyldunnar eða komust ekki burt í fríið. Margir telja þessa vetrarhörku ótvírætt merki þess að ekkert sé hæft í fullyrðingum vísindamanna um hlýnun jarðar. Hvernig í ósköpunum ættu óvenju miklir kuldar að stafa af almennri hlýnun? „Hlýnun jarðar þýðir ekki að í hverjum einasta mánuði verði hlýrra alls staðar á jörðinni,“ svarar breski rithöfundurinn George Monbiot þessum röddum í dálki sínum í The Guardian: „Til þess eru meðaltölin: Þau setja viðburði á hverjum stað í samhengi.“ Hann segir öll rök vísindanna benda til þess að kuldarnir í Evrópu tengist einmitt óvenju mikum hlýindum annars staðar. Einnig af mannavöldumMiklar tafir á flugi, lestarferðum og öðrum samgöngum fyrir jólin skrifast þó ekki eingöngu á reikning náttúrunnar. Þótt kuldar hafi verið miklir og snjókoman sums staðar með meira móti, þá hafa bæði samgönguyfirvöld og stjórnendur flugvalla, járnbrautarstöðva og annarra samgönguleiða verið gagnrýnd fyrir að vera ekki undir þessa veðráttu búin. Sömu sögu er að segja frá Rússlandi þegar hitarnir miklu gengu þar yfir í sumar, með skógareldum og kæfandi reykmengun. Stjórnvöld voru sökuð um að bregðast ekki rétt við og vera vanbúin undir hamfarir af þessu tagi.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira