Innlent

Atli vildi ekki rjúfa samstöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atli Gíslason taldi mikilvægara að samstaða væri í nefndinni um skýrsluna. Mynd/ GVA.
Atli Gíslason taldi mikilvægara að samstaða væri í nefndinni um skýrsluna. Mynd/ GVA.
Atli Gíslason tók ekki afstöðu til þess hvort fara ætti fram rannsókn á einkavæðingu bankanna vegna þess að hann vildi ekki rjúfa samstöðu innan nefndarinnar. Það vakti athygli þegar skýrsla þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis að ekki náðst samstaða um það í nefndinni að slik rannsókn færi fram.

Af níu nefndarmönnum vildu fjórir þeirra að slík rannsókn færi fram en fjórir vildu það ekki. Atli var sá eini sem tók ekki afstöðu til málsins. Atli sagði að ósamstaða um þetta mál, sem hefði leitt til atkvæðagreiðslu um málið á þingfundi, hefði smitað aðra vinnu við skýrsluna.

Þá sagði Atli að þeir þingmenn sem vildu að slík rannsókn færi fram væru í fullum færum til að leggja slíka tillögu fram á haustþingi. Hann myndi taka afstöðu til þess máls ef að slík tillaga kæmi fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×