Körfubolti

Margir leikmenn hringja í Dwyane Wade og bjóða fram þjónustu sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade
Dwyane Wade Mynd/AP
Dwyane Wade er mjög ánægður með að lið hans Miami Heat hefur tryggt það að Udonis Haslem, Mike Miller og Zydrunas Ilgauskas spili allir með liðinu og hjálpi ofurþríeykinu Wade, LeBron James og Chris Bosh að vinna titilinn á næsta tímabili.

„Við erum komnir með þá þrjá stóru sem okkur vantaði og núna getum við haldið áfram að byggja upp okkar lið," sagði Dwyane Wade sem segist vera stoltur af því að vera ekki launahæsti leikmaður liðsins.

Wade tók lægri laun til þess að hjálpa til að byggja upp sterkara lið, hann fær 107 milljónir dollara fyrir sex ára samning en þeir James og Bosh fá báðir um 111 milljónir dollara fyrir sín sex ár.

„Það erfiðasta er í höfn. Trúið mér að ég fæ mikið af skilaboðum frá leikmönnum sem vilja fá að vera með í þessu ævintýri," segir Dwyane Wade en Miami vantar enn fimm leikmenn til þess að ná upp í tólf manna hóp.

„Þetta snýst hinsvegar um að finna rétta menn á rétta staði í liðinu. Það hafa ekki allir persónuleikann til að takast á við þetta verkefni og þetta verður að vera rétta blandan. Búningsklefinn verður að vera í réttu standi og við verðum að vera þolinmóðir til þess að byggja þetta lið," sagði Dwyane Wade.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×