Hrognin verða að 70 þúsund tonnum 4. desember 2010 02:45 Hjá Stofnfiski Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, segir fyrirtækið flytja út um 40 milljón eldislaxahrogn. Ísland er laust við sjúkdóma sem leikið hafa eldi grátt annars staðar og því eitt fárra landa sem flytja mega út hrognin.Fréttablaðið/Stefán Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira