Körfubolti

NBA: Lakers aftur á sigurbraut en New York tapar og tapar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant stingur sér á milli leikmanna Milwaukee Bucks í nótt.
Kobe Bryant stingur sér á milli leikmanna Milwaukee Bucks í nótt. Mynd/AP
Los Angeles Lakers endaði tveggja leikja taphrinu sína með því að vinna útisigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks tapaði sínum sjötta leik í röð en Chicago Bulls er að sama skapi búið að vinna fjóra síðustu leiki sína.

Kobe Bryant skoraði 31 stig og Shannon Brown var með 16 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 118-107 útisigur á Milwaukee Bucks. Lakers hafði tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki tímabilsins.

Shannon Brown hitti úr 7 af 9 skotum sínum þar af 4 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. Pau Gasol var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot.

Brandon Jennings skoraði 31 stig fyrir Milwaukee, Andrew Bogut var með 12 stig og 18 fráköst og Drew Gooden skoraði 22 stig og tók 13 fráköst. Milwaukee hafði unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir leikinn.

Derrick Rose skoraði 17 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Chicago Bulls vann 95-92 sigur á Houston Rockets á útivelli. Rose var einnig með 7 stoðsendingar. Luol Deng bætti við 16 stigum og 10 fráköst í fjórða sigri liðsins í röð. Luis Scola skoraði 27 stig fyrir Houston.

Carmelo Anthony skoraði 26 stig þegar Denver Nuggets vann 120-118 sigur á New York Knicks. Þetta var sjötta tap New York í röð. Al Harrington var með 22 stig fyrir Denver á móti sínu gamla félagi en Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Knicks.

Gilbert Arenas skoraði 20 stig í fjarveru nýliðans John Wall og hjálpaði Washington Wizards að vinna 109-94 sigur á Toronto Raptors. Arenas var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á tímabilinu vegna meiðsla Wall. Andray Blatche var með 22 stig fyrir Washington, Nick Young var með 20 stig og Kirk Hinrich bætti við 13 stigum og 12 stoðsendingum í 3. sigri Wizards í 9 leikjum.

Wesley Matthews skoraði 30 stig í forföllum Brandon Roy og sá til þess öðrum fremur að Portland Trail Blazers vann 100-99 sigur á Memphis Grizzlies. LaMarcus Aldridge var með 23 stig fyrir Portland og Andre Miller bætti við 19 stigum og 9 stoðsendingum. Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir Memphis.

Josh Smith var með 25 stig, 8 fráköst og 7 varin skot þegar Atlanta Hawks vann 102-92 útisigur á Indiana Pacers. Mike Bibby var með 16 stig og Al Horford skoraði 15 stig en þetta var annar sigur Atlanta í röð en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð þar á undan. Danny Granger skoraði 22 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert bætti við 18 stigum og 15 fráköstum.

Daniel Gibson skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar í 101-93 sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. Þetta var fjórða tap Philadelphia í röð en Cleveland hefur nú unnið jafnamarga leiki (5) og liðið hefur tapað. Thaddeus Young var stigahæstur hjá 76ers með 20 stig en nýliðinn Evan Turner skoraði 16 stig.



Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:


Cleveland Cavaliers-Philadelphia 76ers 101-93

Indiana Pacers-Atlanta Hawks 92-102

Washington Wizards-Toronto Raptors 109-94

Memphis Grizzlies-Portland Trail Blazers 99-100

Milwaukee Bucks-Los Angeles Lakers 107-118

Houston Rockets-Chicago Bulls 92-95

Denver Nuggets-New York Knicks 120-118





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×