Vísindamennirnir starfa við Japan Agency For Marine-Earth Science And Technology. Þeir draga ekki í efa að hlýnun jarðar og sjávar eigi þátt í því að ísinn hefur farið minnkandi.
Þeir segja hinsvegar að rannsóknir þeirra séu þær fyrstu sem gerðar hafi verið á þætti vinda síðan byrjað var að mæla umfang ísbreiðunnar úr gervihnöttum árið 1979.
Niðurstaða þeirra er sú að vindar spili þar stórt hlutverk. Masayo Ogi segir í viðtali við breska blaðið The Guardian að bæði sumar- og vetrarvindar geti blásið borgarís út um Fram sundið og út á Norður-Atlantshaf.Fram sundið liggur milli Grænlands og Svalbarða. Masayo bætir því við að aðrir þættir sem spili inn í ístapið séu hlýnun jarðar- og sjávar.