„Ég biðst afsökunar“ 14. apríl 2010 06:15 Björgólfur Thor biður þjóðina afsökunar. „Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar." Svo hljóðar upphaf greinar sem Fréttablaðið birtir í dag eftir Björgólf Thor, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans og fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Hann segist ekki geta varist því að fyllast sjálfsásökun þegar hann sér afleiðingar hrunsins en telur sig ekki hafa brotið lög. Hann vinnur nú að uppgjöri skulda sinna. „Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma," segir Björgólfur. Björgólfur birtir ekki afsökunarbeiðni sína á þessum tímapunkti fyrir tilviljun. Hann ákvað að tjá sig ekki um gang mála fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis hefði lokið störfum sínum. Björgólfur rekur orsakir efnahagshrunsins frá sínum sjónarhóli og segir að enginn einn maður hafi verið þess megnugur að snúa þróuninni við eftir að rekstrarumhverfi bankanna snerist til verri vegar. Hann segist jafnframt hafa verið einn þeirra sem voru í aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. „Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur," eru lokaorð hans. - shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
„Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar." Svo hljóðar upphaf greinar sem Fréttablaðið birtir í dag eftir Björgólf Thor, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans og fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Hann segist ekki geta varist því að fyllast sjálfsásökun þegar hann sér afleiðingar hrunsins en telur sig ekki hafa brotið lög. Hann vinnur nú að uppgjöri skulda sinna. „Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma," segir Björgólfur. Björgólfur birtir ekki afsökunarbeiðni sína á þessum tímapunkti fyrir tilviljun. Hann ákvað að tjá sig ekki um gang mála fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis hefði lokið störfum sínum. Björgólfur rekur orsakir efnahagshrunsins frá sínum sjónarhóli og segir að enginn einn maður hafi verið þess megnugur að snúa þróuninni við eftir að rekstrarumhverfi bankanna snerist til verri vegar. Hann segist jafnframt hafa verið einn þeirra sem voru í aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. „Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur," eru lokaorð hans. - shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira