Rök gegn gjaldþrotafrumvarpi haldi ekki lengur 20. september 2010 18:26 Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira