Enski boltinn

Ryan Babel: Þetta var heimskulegt hjá mér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel fær hér að líta rauða spjaldið í gær.
Ryan Babel fær hér að líta rauða spjaldið í gær. Mynd/AFP
Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á útivelli á móti Benfica í Evrópudeildinni í gær. Babel setti þá höndina í andlit Luisao eftir að þessi stóri og mikli varnarmaður Benfica hafði sparkað niður Fernando Torres á ruddalegan hátt.

„Dómarinn sagði mér að ég hafi fengið rauða spjaldið fyrir að snerta andlit Luisao. Það var alveg ljóst að þetta var skelfilegt brot hjá Luisao og ég ætlaði mér bara að koma til varnar Fernando," sagði Ryan Babel.

„Þegar upp er staðið þá var þetta heimskuleg hegðun hjá mér og algjör vitleysa að vera að snerta andlit hans. Ég tel samt að gula spjaldið hafi verið sanngjarnt en svona eru víst reglurnar," sagði Babel.

„Hann kom ógnandi í átt að mér, öskraði og fór alveg upp að mér. Ég reyndi bara að ýta honum frá mér til að koma þeim skilaboðum til hans að halda sér aðeins fjarri," sagði Babel.

„Þetta voru mistök hjá mér, ég mun læra af þessu og þetta kemur aldrei fyrir aftur," sagði Ryan Babel að lokum. Þetta gæti hinsvegar kostað Liverpool sæti í undanúrslitunum því liðið var 1-0 yfir þegar Babel var rekinn útaf en tapaði leiknum 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×