Körfubolti

Allen Iverson gæti endað í tyrknesku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson.
Allen Iverson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Allen Iverson á nú í viðræðum við tyrkneskt lið um að spila með því á þessu tímabili. Þessi fyrrum besti leikmaður NBA-deildarinnar (valinn 2001) hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin en gæti fengið tækifæri til að spila með Besiktas Cola Turka í vetur.

„Þetta lið hefur mikinn áhuga á að fá hann til sín. Allen vill spila körfubolta og hann mun ekkert setja það fyrir sig að fara til Tyrklands ef það er besti kosturinn í stöðunni," sagði Gary Moore, umboðsmaður Iverson en leikmaðurinn er orðinn 35 ára gamall.

Iverson er í 17. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi með 24368 stig en hann lék í fjórtán tímabil með Philadelphia, Denver, Detroit og Memphis. Iverson lék aðeins þrjá leiki með Memphis-liðinu í fyrra en fór síðan aftur til Philadelphia 76ers.

Iverson kláraði þó ekki tímabilið með Philadelphia 76 ers því hann hætti að spila í marsmánuði vegna fjölskylduástæðan. Hannn skoraði 13,9 stig að meðaltali með Sixers-liðinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×