Efndir kosningaloforða reyndust verstu hagstjórnamistökin 13. apríl 2010 21:01 Geir H. Haarde efndi kosningaloforð sem reyndust verulega alvarlega vond fyrir hagstjórnina. Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu var lækkaður um eina prósentu hvert ár 2005, 2006 og 2007, en þar til haustið 2006 hafði verið stefnt að lækkun um tvær prósentur 2007. Lækkun tekjuskatts var fylgt eftir með lækkun virðisaukaskatts á matvælum og fleiri vörum skömmu fyrir kosningar 2007, þrátt fyrir að stuttu áður hefði verið talin ástæða til að draga úr fyrirhuguðum tekjuskattslækkunum vegna viðvarandi þenslu í hagkerfinu. Í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar, kemur fram að Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, síðar forsætisráðherra, mat það svo á þessum tíma að tímasetning skattalækkana væri óheppileg. Hún gæti verið sem olía á eldinn, það er aukið ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Svo segir orðrétt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga sem snerist „...með mjög furðulegum hætti upp í kapphlaup um skattalækkanir", svo notuð séu orð Geirs." Annarstaðar í sama bindi skýrslunnar, er greint frá öðru kosningaloforði sem reyndist síðar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin að mati nefndarinnar. Það voru 90 prósent íbúðarlánsloforð Framsóknarflokksins árið 2003. Þá kom fram að Geir H. Haarde hafi þótt það verulega varasamt að standa við kosningaloforðið. En hann taldi hinsvegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Svo sagði orðrétt í skýrslunni: „Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum. Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 12. apríl 2010 23:05 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu var lækkaður um eina prósentu hvert ár 2005, 2006 og 2007, en þar til haustið 2006 hafði verið stefnt að lækkun um tvær prósentur 2007. Lækkun tekjuskatts var fylgt eftir með lækkun virðisaukaskatts á matvælum og fleiri vörum skömmu fyrir kosningar 2007, þrátt fyrir að stuttu áður hefði verið talin ástæða til að draga úr fyrirhuguðum tekjuskattslækkunum vegna viðvarandi þenslu í hagkerfinu. Í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar, kemur fram að Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, síðar forsætisráðherra, mat það svo á þessum tíma að tímasetning skattalækkana væri óheppileg. Hún gæti verið sem olía á eldinn, það er aukið ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Svo segir orðrétt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga sem snerist „...með mjög furðulegum hætti upp í kapphlaup um skattalækkanir", svo notuð séu orð Geirs." Annarstaðar í sama bindi skýrslunnar, er greint frá öðru kosningaloforði sem reyndist síðar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin að mati nefndarinnar. Það voru 90 prósent íbúðarlánsloforð Framsóknarflokksins árið 2003. Þá kom fram að Geir H. Haarde hafi þótt það verulega varasamt að standa við kosningaloforðið. En hann taldi hinsvegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Svo sagði orðrétt í skýrslunni: „Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum. Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 12. apríl 2010 23:05 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 12. apríl 2010 23:05