Innlent

Bjarni Ben: Í golfferð með Glitnisþotu

SB skrifar
Bjarni Benediktsson, þáði far með einkaþotu Glitnismanna.
Bjarni Benediktsson, þáði far með einkaþotu Glitnismanna.
Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi þegið far með einkaþotu Glitnis til Skotlands. Ferðin var farin árið 2007 í þeim tilgangi að spila golf.

Ásamt Bjarna Benediktssyni, sem þá var stjórnarformaður í N1, voru í för þrír yfirmenn hjá glitni Einar Örn Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Helgi Eiríksson. Tveir fyrrverandi forstjórar Olíufélagsins, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 og Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalar uak þeirra Gunnar Þorlákssonar og Gylfa Héðinssonar eigendur Bygg.

Í skýrslunni kemur fram að erfitt hafi reynst að rýna í farþegalista einkaflugvéla stórfyrirtækjanna. Nafn Bjarna sé eina nafn stjórnmálamanns sem finnist á farþegalistum. Hins vegar séu listarnir mjög ófullkomnir, á þá vanti bæði kennitölur og vegabréfsnúmar og oft sé talað um "Unknown passenger" eða "óþekktan farþega" á listunum.

Ferð Bjarna var farin í september 2007 og á viðburðardagatali Glitnis er hún kölluð "golfferð fyrirtækjaþróunar".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×