Fótbolti

Hodgson: Kuyt ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Kuyt í Tyrklandi í kvöld.
Dirk Kuyt í Tyrklandi í kvöld. Mynd/AP

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir það ekki koma til greina að selja Dirk Kuyt frá félaginu.

Kuyt skoraði í 2-1 sigri Liverpool á tyrkneska liðinu Trabzonspor í Evrópudeild UEFA í kvöld. Fyrr í dag var haft eftir umboðsmanni Kuyt að hann vildi komast frá félaginu.

„Dirk er mikilvægur hluti af Liverpool og því skil ég ekki þær vangaveltur sem hafa verið í gangi að undanförnu," sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Dirk hefur nú sagt að hann sé ánægður og ég efaði það reyndar aldrei."

„Ég trúi og treysti á leikmenn eins og hann. Það er mikilvægt að við byggjum liðið upp í kringum leikmenn eins og Steven Gerrarrd, Fernando Torres, Jose Reine og Kuyt. Við ætlum ekki að selja þá og byrja upp á nýtt."

Hann sagði einnig að ekkert nýtt hefði gerst í máli Javier Mascherano sem hefur verið orðaður við Barcelona. Inter frá Ítalíu bauð einnig í leikmanninn.

„Ég sá faxið sem þeir sendu um daginn en tilboðið er svo langt frá því sem við viljum fá fyrir hann að það var ekki svaravert."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×