Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher 10. nóvember 2010 06:00 Ungir villkettir við Hrafnistu Elliheimilið vill losna við villiketti í nágrenninu og bannaði vistmönnum að fóðra dýrin, sem þó eiga aðra vini sem færa þeim mat. Fréttablaðið/Stefán „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
„Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira