Umfjöllun : Þrautseigar Blikastúlkur kláruðu KR-konur Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2010 23:34 Blikinn Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira