Innlent

Skýrslunni útbýtt á Alþingi

Mynd/Anton Brink
Skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar hefur verið útbýtt á Alþingi. Hún er aðgengileg á vef Alþingis. Þá hefur verið útbýtt niðurstöðum þingmannanefndar um ábyrgð ráðherra samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum. Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar munu hefjast í þinginu næstkomandi mánudag klukkan 10:30. Ræðutími þingmanna verður rýmri en þingsköp ákveða.

Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 skilaði skýrslu sinni 12. apríl 2010. Þingmannanefndin var kosin á Alþingi þann 30. desember 2009 og í henni áttu sæti níu þingmenn allra flokka.




Tengdar fréttir

Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm

Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×