Körfubolti

NBA-deildin sektar eiganda Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki eru allir sáttir með ákvörðun LeBron.
Ekki eru allir sáttir með ákvörðun LeBron.

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, hefur sektað Dan Gilbert, eiganda Cleveland Cavaliers, um 100 þúsund dollara fyrir ummælin sem hann lét falla um LeBron James er leikmaðurinn ákvað að ganga í raðir Miami Heat.

Stern óskaði LeBron þess utan til hamingju með ákvörðunina en sagðist ekki vera ánægður með sjónvarpsþáttinn þar sem LeBron greindi frá ákvörðun sinni.

"Hann var að fá slæmar ráðleggingar. Hann hagaði sér vel og var heiðarlegur en mér fannst þetta ekki vera rétta leiðin," sagði Stern.

Stern sagði enn fremur að James, Wade og Bosh hefðu ekki brotið neinar reglur er þeir plönuðu saman að spila með Heat. NBA-deildin væri því ekki að rannsaka málið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×