Aftengd vatnslögn til borgarlögmanns 7. október 2010 06:00 Hjónin í Perluhvammi Neita að senda umsókn til Orkuveitunnar vegna tengingar við kaldavatnslögn og borga tilheyrandi tengingargjald og annan kostnað. Þau bera vatn í fötum úr Leirvogsá.Fréttablaðið/Vilhelm Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira